mánudagur, janúar 31

Spilað og keypt sófa um helgina :)

Já, helgin bara góð, að vana. Vinnudagurinn endaði með því að fara í smá kókteilboð á vegum KB, þar verið var að kynna nýja herferð. Að sjálfsögðu þurftum við framlínu fólkið að mæta á staðinn þar sem það er okkar stoðdeild að hefja þessa herferð. Margt spennandi framundan, þó mest megnis mikil vinna. Seinnipartur kvöldsins endaði síðan meira á rómantísku nótunum :)

Á laugardagsmorgni var svo rifið sig upp eldsnemma til að gala úr sér lungun, kannski meira raddböndin. Góður tími í söng, soldið strembinn, en rosa góður. Miklar framfarir að gerast, enda ekki skrýtið eins og Siggi ýtir manni áfram. Var svo á leiðinni í gymmið, en beilaði á því og ákvað að fara bara aftur heim upp í rúm til mannsins míns. Sofnaði svo rosalega fast og svaf fram yfir hádegi, ekki gott.....
Deginum eyddum við svo í að dandalast, kíkja í búðir og solls. Um kvöldið komu Thelma og Daði til okkar og við tókum góðan leik í RAGE. Uppáhalds leikurinn hans Daða um þessar mundir, þó sérstaklega þar sem hann vann , hehe!

En svo í gær byrjuðum við daginn í kaffi hjá mömmu og pabba, en eftir það drifum við okkur og keyptum eitt stykki sófasett. Enda var það búið að vera langþráð að fá sér gott undir rassinn . Reyndar fáum við ekki settið fyrr en eftir mánuð, en svaka spenntir samt sem áður. Loksins getur maður boðið fólki í heimsókn án þess að það falli niður í gólf happ og glapp :)
Jæja, vinna, vinna, vinna.......

|