sunnudagur, janúar 2

Spennandi tímar, góð ráð

2005 komið í garð og tími kominn á ný til að byrja upp á nýtt. Já, allt er þetta góð byrjun á nýju ári, eða ég held að þetta eigi eftir að leggjast vel í mig :) En ætli málið sé ekki að horfa á björtu hliðarnar og einblína staðfast á takmarkið sem skal verða náð!
Árið 2004 var bæði mikið og stórt, margt sem skildi mikið eftir sig í minningunni, sumt gott, sumt slæmt, en á heildina litið nauðsynlegt, bæði fyrir þroskann og reynslubankann.
Er maður lítur um öxl og leyfir huganum að reka um allt sem áður er gert, þá getur maður ekki annað en brosað. Og ég stend eftir stoltur af sjálfum mér, stoltur af þeim einstaklingi sem ég er að mótast í og reyni að vera. En eins og rituð orð sögðu áður, margar minningar, sumar góðar, sumar slæmar........

Hátíðirnar voru hreint æði, algjör tími afslökunar og hugleiðingar. Endurhlöðun og orkugefandi, bæði fyrir sál og líkama. Ætli maður sé ekki til í slaginn á ný, til í takast á við nýja tíma, ný ráð, jafnvel spennandi tíma og góð ráð!

|