þriðjudagur, janúar 11

Góðir vinir....... makes it all wirth while...

Annar virkur dagur vikunnar og ég bara í svona fínasta gír. Þó svo að ég sé ennþá að koma mér úr sleni jólanna, þá er þetta allt að koma. Svoldið erfitt að vakna á morgnana en þegar líður á daginn þá reddast þetta. Svo er maður kominn í svo mikla tilhlökkun að fara æfa aftur að það gefur manni smá energy :) Allavega veit ég það að orkan kemur sko margfalt tilbaka eftir góðan tíma í ræktinni, miklu frekar en að sitja heima og gera ekki neitt.

En eins og ég hef sagt áður þá leggst árið vel í mig og bryjunin lofar góðu. Margt að gerast og vikuplanið á leið að þenjast smá út, sem er gott! Aldrei líður manni betur en þegar maður hefur sko mikið að gera og nóg að hugsa um. Svo mixtrar maður smá tíma með vinum og fjölskyldu til að fullkomna þetta og fá balance og þá er þetta komið. Helgarnar hef ég svo hugsað mér að nýta í heilsurækt og ræktum sjálfs míns. Nota tímann til rækta líkamann og öll samböndin í lífi mínu, bæði við manninn minn, vini mína og foreldra. Þetta er þeir hlutir sem oft eiga það til að lenda aftarlega í röðinni í miðri viku. Ætli þetta sé ekki hálfgert það nýársheiti sem ég setti mér.....allavega hugsaði mér, hehe!

Hér í KBg er allt bara á fullu og mér sýnist að verkefnin eru á leið að hlaðast upp. Allavega er á nógu að taka og meira en það. Gott, gott!
Önnur mál eru í aðsiglingu, sem ég ætla ekki að fara að tjá mig alltof mikið um, ekki strax allavega. En þó get ég sagt að niðurstaða er komin og ég fullur af tilhlökkun :)
Námið mikla sem átti að hefjast í seinustu viku fór upp á hillu í bili. Don´t get me wrong. ég beilaði ekki, líkamlegir örðugleikar komu í veg fyrir að ég gæti byrjað á þessu. En það er verið að skoða þetta nánar........En með minni alkunnu heppni, þá skaut backup-planið upp kolli á seinustu stundu :) Mjög gott!
Svo sumarið býður upp mikið ævintýri......

Hitti vinkonu mína góðu hana Ölmu . Það var búið að líða þónokkur tími síðan ég og hún hittumst svona almennilega bara við tvö. Áttum góða 4 tíma í gott spjall og diskusjónir, eitthvað sem við erum bæði mjög góð í og höfum mikið dálæti af. En eftir að stelpan varð svona famous , þá hefur kannski ekki gefist svo mikill tími í svona stundir. Svo það var mjög gott að vita að maður er ennþá sá trúnaðarvinur sem enn er leitað til, þrátt fyrir miklar annir.
Takk fyrir kvöldið elsku vinkona!


|