miðvikudagur, október 27

Ingó lazzó og planið farið að skýrast!

Jamm, brrrrrrrrr......Sem sagt búinn að liggja hérna heima í dag og í gær alveg að krókna úr kulda. Einhver pest að ganga, því ég ætlaði varla að komast úr rúminu vegna skjálfta og svo ógleðinnar sem ég var með líka. Ój bara! En til að líta á björtu hliðarnar þá var það nú samt gott að fá að liggja upp í rúmi og heyra vindinn hvína fyrir utan og kúra sig niður með tvær sængur og fullt af loðdýrum og hugsa fallegar hugsanir :) Ætla maður reyni nú ekki að drífa sig í vinnu á morgun, enda þýðir ekki að vera ALGJÖR aumingi, þó svo að maður þurfi nú stundum að slaka á og leyfa veikindum að ná hátindi og svo ná þessu úr sér.

En einhver óróleiki er búinn að vera yfir mér seinustu daga, enda ekki af ástæðulausu :) Já, ennþá ætla ég ekki að skíra mál mitt alveg strax, en það fer að styttast í það að ég segi frá.....eða bara ekki, fer eftir hvernig útkoman verður. En vonandi bjartir tímar framundan, bæði fyrir mig og minn, þó sérstaklega mig :) Ég held þó að þetta fari allt vel að lokum, enda ekki annað hægt á tímum eins og þessum. Þarf bara að finna plan B ef þetta tekst ekki.......
Mér var reyndar tilkynnt það á mánudaginn að ég gæti ekki fengið áframhaldandi vinnu í Kringlunni, miðað við það að ég sé að fara í skóla eftir áramót. Tók þessu öllu með jafnaðargeði (you´ll soon find out why), og ákvað að bara brosa og segja: Já, þá nær það ekki lengra! En svo fór ég að hugsa.....Hvað ef allt springur í loft upp framan í fésið á mér og ég stend eins og asni með enga vinnu, enga peninga og ekkert plan!!! Garrrrrgggggg!!! Þoli ekki þegar maður fer út í þennan gír að fara að hafa óþarfa áhyggjur, sem eru einu sinni ekki komnar á hreint strax. Jæja, suss, suss, þetta fer alltsaman vel........

Allavega hringdu þeir frá Flugskólanum í gær, allt er komið í gang þar. Verið er að leita að kennara handa mér og gömlu gögnunum mínum síðan ég var að læra seinast. Þannig að vonandi get ég bara byrjað þaðan frá sem ég hætti :) Svo þetta er í raun og veru að gerast!
Skóli 2005.is!

Jæja kids! Það er að koma matur. Hann bíður okkar á American Style og við þurfum víst að sækja hann.
See ya all later!


|