þriðjudagur, október 19

Þegar ég vaknaði var bara kominn vetur!

Já og viti menn. Haldiði ekki að það hafi bara farið að snjóa!!! Hmmm, já eitthvað ákvað almáttugur að sumarið væri búið að vera alltof lengi. En mér finnst það eiginlega bara fínt. Það breytist allt þegar veturinn kemur í garð og umhverfið fölnar og litirnir hverfa og við tekur hvítur og grár kuldaleiki. Mmmmm, það er eitthvað svo ferskt við nýbyrjaðan vetur, eitthvað svo kósí.......

Jæja, enn ein vikan byrjuð. Og mikið líður tíminn skringilega. Annarsvegar alltof hægt, en þegar á heildina er litið of hratt. Ætli það fari ekki eftir hvernig skapið er, hvort "feung suið" sé á réttum stað eða ekki, hehe. En eins og ég hef svo oft skrifað um eru plön og skipuleggingar í gangi hjá kauða þessum sem skrifar. Þau breytast ört en eru þó alltaf uppi. Handan við hornið bíður mín skólinn og allt himinloftið til þess að takast á við. Ég veit ekki alveg hvort ræður ríkjum í huga mínum; Kvíði eða tilhlökkun. Ætli það sé ekki sitt lítið af hverju :) En það þýðir svo sem ekki að vera velta sér of mikið upp úr því, bara að demba sér í laugina og láta hlutina gerast - For real!

En alltaf þegar maður á síst von á gerast furðulegir hlutir. Oft mjög skemmtilegir hlutir. Og önnur plön og aðrir draumar fara að taka á sig form. Ætli það eigi ekki að vera svoleiðis. Að sitji maður og bíður, þá gerist ekki neitt. En fari maður að taka völdin í sínar eigin hendur, fer snjóboltinn að rúlla og hann stækkar óðum :) Ég læt ykkur vita seinna meir um hvað ég er að röfla, enda vil ég ekki vera með miklar yfirlýsingar strax, þar sem yfirlýsingar geta oft sprungið í fésið á manni, hehe! Svo er ég að reyna að hemja mig að ekki fara fram úr mér í þetta skipti. Það gæti gert það að verkum að ég stæði bara einn eftir sár, og bitur og umfram allt vonsvikinn. Svoleiðis hluti þarf maður að reyna varast, þó svo að það sé alltaf gott að láta sig dreyma :) En segjum sem svo að augabrúnirnar eru farnar að lyftast aðeins af jákvæðni og smá jákvæðni veitir manni sko ekki af! Nú er bara að treysta á æðri mætti og sjálfan sig, og spila rétt úr því sem maður hefur. Hver veit nema maður takist loksins að færast einu skrefi í viðbót nær því takmarki sem maður er að reyna ná :) Allir að krossa fingur fyrir Ingó!
Jæja, geisp-geisp! Nýji imbinn bíður mín og svo eitt stykki DVD. Þarf ég að útrkýra þetta frekar???

Þegar Guð lokar hurðinni, opnar hann alltaf glugga einhversstaðar.....


|