sunnudagur, október 31

Mig langar í nammi og DVD!

Mmmmm, sunnudagur. Stundum vildi ég óska þess að allir dagar væru sunnudagar. Þá gerir maður nákvæmlega ekkert, dúllar sér bara og hefur það næs. Kannski nær maður að koma hlutum í verk sem maður venjulega hefur ekki tíma fyrir. Dagurinn í dag var allavega rosa góður og núna rétt áðan saug ég tittlinginn á manninum mínum! Djók!!!! Smá einkahúmor hjá mér og mínum, hahahahahahahaha!!!
Anyways, það var dagurinn rosa góður. Vaknaði í dag, rétt fyrir hádegi til að drífa mig í ræktina. Það er svo gott að fara að æfa á sunnudögum, þegar maður hefur ekkert annað þarfari að gera og maður er afslappaður og fínn. Eftir gott púl dreif ég mig í bæinn með gömlu hjónunum og við fengum okkur pylsu á gamla mátann :)
Minn ekta maður var að vinna svo ég nennti ekki að vera heima einn......

Jæja, nenni ekki að pikka meira niður í kvöld. Eins og fyrirsögnin segir, langar mig í nammi og DVD. Skrifa aftur um leið og eitthvað bitastætt kemur upp, muahahahaha!

Ciao bella!

|