laugardagur, október 16

Langur laugardagur og sunnudagur með leti.

Sem sagt, komin helgi og maður bara kominn í leti fílinginn. Eftir bara frekar hektískan dag ákvað ég eftir mikla umhugsun að fara í ræktina. Þó svo að maður brjóta öll önnur loforð, þá er enginn ástæða til þess að svíkjast undan heilsuræktinni. Ég dreif mig út í gærkveldi til að hitt góðan vin, enda var langt um liðið síðan við áttun notalega stund saman. Takk minn kæri, þetta var æði. Reynum að endurtaka þetta sem fyrst, enda mikið sem við getum rætt um og diskuterað :)
Eftir overload af sígarettum og einu vínglasi, dreif ég mig heim, því í morgun þurfti ég að hlussast á fætur til að kíkja smá í vinnuna....ætla ekki út í þá sálma! Let´s just say, it was no fun.

Sit núna hérna í mínu ex-heimili, eftir góðan mat að reyna að skella inn smá speki að mínu mati. Ég vona að hann Freddie hafi vakið lukku hjá einhverjum, allavega gerði hann það á mínu heimili :) Ég er orðinn pakksaddur og langar helst heim upp í rúm að kúra. Hver veit nema maður reyni að freista lukkunar og finni sér einhverja ræmu á leigu til að horfa á. Enda ekki mikið í imbanum þegar maður er bara með RUV.
Á morgun verður samt ekki gert neitt! Ó nei, ég held að málið sé að halda sig sem mest inni, of mikil sól, ef sól skal kalla, gæti skaðað mann FOREVER! Hmmmm......Drama!!! Nei en svona í alvöru, þá eru sunnudagar dagar leti og........leti :) Æi já......ætlaði að skella mér í ræktina líka.......hmmmm já alveg rétt, þetta með loforðin, hehe! OK, ræktin skal það vera, svo legið í leti, hahahaha!

Jæja, best að fara hætta þessu. Svona þegar ég les yfir þetta, þá er þetta ekki svo fyndið, þó svo að ég vilji meina að ég sé fyndinn......þetta var ekki fyndið :(

Með smá chic og smá quiche kveðjum.
Ciao bella!


|