sunnudagur, október 10

Drungi og grámi, allt á einum stað!

Jæja komnir heim úr alveg yndislegri ferð. Það var ekkert smá gaman að koma aftur á æskuslóðir, bæði fyrir mig og Nalla :) Við áttum svaka góða fimmdagaferð þarna úti í Sverige. Enda hvað getur maður beðið meira um en að hafa fjölskylduna sína sem maður elskar með sér í útlöndum. Pabbi og mamma nutu sín vel og við Nalli líka :)

En svo er maður kominn heim. Heim í drungann og grámann.....Það liggur við að maður leggst í þunglyndi, ég get svo svarið það! Okkar bíður EKKI svo skemmtileg vinnuvika, og erum við að peppa okkur upp í neikvæðninni gagnvart því........En margt er að fara að gerast á þessum bæ, þó sérstaklega í minni hlöðu og er ég að fara að takast á við það og demba mér í djúpu laugina! Tími til kominn að maður fari að láta hluti ganga áfram í stað þess að sitja bara í stað.
Ekkert er verra en aðgerðarleysi, munið það!!!

En svona til að bæta upp fyrir týnda viku, þá ætla ég að uppfæra hottíið mitt þessa viku, sem hefði átt að koma inn fyrir helgi. Sorry guys! En núna er hann kominn og ég verð nú bara að segja það mér finnst ég hafa valið vel. Hann Marshall greyið var ekki í miklu uppáhaldi hjá gestum mínun í vikunni þar áður. Vonandi stendur þessu gæi sig eitthvað betur :)
En hvað get ég sagt......Það er eitthvað við menn í skrítnum búningum og FALLEG augu. En þessi drengur er snillingur í því sem hann gerir, þ.e að bæði leika og vera sætur.
Bon appetite!

|