miðvikudagur, október 13

Ég er ekki sáttur!!!

Jamm, sit þá hérna aftur. Góni á tómann tölvuskjáinn og er að velta fyrir mér hvað ég er að gera hérna??? Í dag er einn af þessum dögum sem maður vill helst ekki vera til. Kannski ekki beint þunglyndi, frekar leiði..... Er allavega alltaf að komast meir og meir að því það sem ég er að gera í dag vil ég ekki gera mikið lengur. Eins og bloggið mitt heitir (Nýjir tímar, ný ráð), þá virðist það ekki passa alveg við líf mitt í dag, eða seinustu mánuði öllu heldur. Nýju tímarnir komu ekki og þar af leiðandi ekki nýju ráðin heldur.....Raunin er sú að ég vil ekki starfa við það sem ég geri lengur, reyndar þoli ég ekki það sem ég geri lengur! En eins og ég sagði við einn góðan vin minn, þá er ábyrgðartilfinningin of mikil. Oftast fylgir maður hausnum frekar en hjartanu og draumar og þrár eiga það til að gleymast, eða lenda aftast í röðinni. Don´t get me wrong. Ég er ekki að kvarta, bara meira að velta þessu öllu saman fyrir mér......OK, I´m so complaining!!! En það má á dögum eins og þessum.

En framundan eru bjartir tímar. Eða það er það sem ég er að minna mig á alla daga, bara svona til að halda geði sko. Ég komst inn í Flugskólann og námið hefst strax 3.jan eftir áramót. Og eins og ég segi alltaf er nýtt ár ný byrjun og vonandi eitthvað spennandi sem bíður handan við hornið :) En mér finnst eins og tíminn líði of hægt. Get ekki beðið eftir að ég komist úr þessari prísund hérna og get farið að einbeita mér að einhverju sem skiptir, einhverju sem allavega fær mig til þess að koma mér á fætur á morgnana. Þó svo að ég verð að vinna með þessu þá allavega fæ ég að gera eitthvað meira en að sitjaog hanga hérna alla daga....

|