miðvikudagur, október 11

G Æ S

Merkilegt hvað maður er latur, eða jafnvel blindur á manns eigin lexíur. Í ljósi þess hve spekingslegar færslur mínar hafa verið undanfarið, uppgötvaðist það hve lúmsk undirmeðvitundin getur verið. Í mínu tilfelli hrekkur hún til og bankar í hausinn á mér þegar henni er nóg boðið og vill koma mikilvægum skilaboðum áleiðis til mín. Og ótrulegt en satt tókst það í dag. Segi ykkur seinna hvað það var......

Átti í þessum skemmtilegum samræðum, eins og svo oft áður við góða vinkonu og fellow fluffu og mikinn fræðimann. Sátum yfir góðum bolla af kaffi og kóki og ræddum um brennandi málefni nútimans og mannshugann. Meðal þessa efna var það fordómar og hvernig þeir geta komið fram í mörgum myndum og hjá öllum. Já fordómar eru ekki af hinu góða, en svo ótrúlega algengir og eðlilegir að ekki er hægt að áfellast neinn fyrir að hafa einhverja. Málið var kannski meira það að viðurkenna vanmátt sinn og horfast í augu við fordóma sína.......Mmmmm, já að viðurkenna vanmátt sinn, ætli þar liggi hnífurinn ekki í kúnni???
En önnur góð vinkona mín og fellow fluffa tók mig heldur betur í bakaríið í dag gaf mér einn utan undir (ekki í bókstaflegri merkingu). Það er gott að eiga vini sem hnippa í mann þegar maður hefur misst sjónir á því er í raun skiptir máli.
Meðferðis sendi ég nýja visku sem ég fann upp á í dag. Hún er þó nokkuð mikil tilvitnun í æðrileysisbænina, sem svo margir kunna og hefur hjálpað mörgum.
Ég kalla þessi orð framtaksbænina, en hún er notuð er framtaksleysi á sér stað og gjörðirnar eru færri en hugsanirnar.

Guð gefi mér styrk til að framfylgja draumum mínum
Kjark til að taka áhættu í að framfylgja þeim
Og sátt við það sem ég er góður í (og það sem ég er síður góður í)

|