Still here...
Kominn heim frá stóra eplinu og átti þar góða stund með sjálfum mér og stórborginni miklu. Þar sem ég bjóst við að þetta yrði mín seinasta heimsókn á þessu ári í Nýju Jórvík, ákvað ég að gera sem mest úr henni og ná prívat mómenti með þessari elsku. Einnig tókst mér að áorka því sem var á verkefnalistanum og liður 1 í að ná tökum á sinni eigin framtíð........
En merkilegt hvað lífið tekur mikla kúvendu þegar maður á síst von á. Dúskurinn virðist ætla að haldast í háloftunum allavega út þetta ár og einfaldar þetta margt í ákvarðanatökum fyrir lok þessa árs. Já, ef maður andar bara létt og leyfir hlutunum að gerast, þá fer lífið í þá átt sem þú vilt að það fari í.
En helgin er framundan og fyrsta frí helgi í 3 vikur. Ætla að njóta þess að eiga góða stund með manninum mínum góðum vinum. That´s life!
Hætti í bili, langaði bara að kasta smá kveðju.

Ég rakst á þennan á Time Square í fyrradag
<< Home