fimmtudagur, október 26

Thoughts without sex but in the city...

Klukkan er að ganga 12 á miðnætti og Boston borg yðar af lífi. Það er eitthvað kósí við að sitja upp í rúmi í jogging og slopp, með hvítvín og búðarkeypt sushi. Aleinn í stóru Ameríku á hóteli, eiginmaðurinn heima......já á stund eins og þessari verður maður að lynda við sjálfan sig og njóta einsemdinar. Þó svo að ég sé þekktur fyrir að vera félagsvera, verður að viðurkennast að þetta er eitthvað sem er holt fyrir mig. Ég hef uppgötvað á ferðum mínum um heiminn í starfi einn ( ef einn má kalla), hefur ekki aðeins styrkt persónleikann, heldur einnig ástina á mínu nánustu.
Fjarlægðin gerir fjöllin blá og allt það.......það sem maður á heima allt í einu er litríkara og þó svo að uppgötva heiminn sé spennandi er alltaf gott að koma heim.
Já.........það er satt það sem þeir segja.........Að líða vel í sínu eigin skinni er uppskrift að góðu lífi, bæði fyrir þig og þínu nánustu.

|