sunnudagur, október 1

Athugun...

Oft á tíðum stendur maður frammi fyrir þeirri staðreynd að allt er ekki sem sýnist. Tilveran virðist svo oft vera einhver sem við viljum að hún sé......Hugarfóstur ímyndunarafls okkar.
Ég held að á mjög ungum aldri myndum við okkur skoðun á því hvernig við viljum verja lífi okkar, ómeðvitað er komin hugmynd um fantasíu framtíðarinnar og hún situr föst í bakhöfðinu á okkur það sem eftir er.......
Merkilegt hversu oft fantasían gerir okkur blind og kannski það sem verst er hversu blekkjandi hún er fyrir okkur sjálf. Raunveruleikinn er ekki til, hann er eins og fjarlæg minning sem einungis skýtur upp kolli endrum og sinnum.
Sagt er að maður eigi að lifa lífinu fyrst og fremst fyrir sjálfan sig. Þannig getur maður gefið af sjálfum sér og lært að elska. Það eina sem þú hefur stjórn er eigin gjörðir og eigin hugsanir......
Ætli það gleymist ekki að manns eigin gjörðir og eigin hugsun hefur oft áhrif, ef ekki stjórn á hugsanir og gjörðir annarra.......allavega tilfinningar annarra........og á móti kemur að tilfinningar annarra snerta mann síðan tilbaka.

Einhver sagði við mig: What goes around, comes around.
Það er víst lögmál lífsins. Það sem fer upp kemur niður. Það sem rangt er gert, gerir manni rangt á endanum.

Já við lifum lífinu í blindni, en þegar maður opnar loks augun, þá breytist þýðingin, ekki er ekki allt sem sýnist.....

|