mánudagur, október 23

Eitt skref.....

Í dag er dagur þar sem mér finnst ég eiga fullkomna stjórn á mínu lífi. Ég veit hvað ég vil og er viss um það sem ég veit........En á morgum getur sagan verið önnur!
Já sjálfstraust okkar breytist frá degi til dags.........einn daginn erum við ráðgjafar í líf vina okkar, hinn daginn týndar sálir ráfandi um í blindni í okkar eigin drama. Ég var einn af þeim er hrjáðist af þeim mikla bresti að þurfa alltaf hafa stjórn á öllu. Ég var maður sem þurfti alltaf að vera í jafnvægi og mátti aldrei sýna veikleika. Ég var maðurinn sem var með svör við öllu og í mínu lífi var ekkert drama........

Jafnvægi og fullvissa um sjálfan sig er ekki lengur styrkleikur í mínum augum. Tilfinningar, viðkurkenning vanmátt síns, mistök og æðruleysi er það sem gerir manneskju......ekki fullkomna,heldur öllu heldur undirbúna fyrir lífið, aðdáunarverða....
Ég dreymi um þá stund er ég get horfst í augu til fullnustu við mína bresti, hrokinn kominn í nægilegt hóf og sjálfsálit mitt sé eins raunverulegt og ég gef til kynna. Gríman tekin niður og hin rétti maður skín í gegn......leikritinu lokið.......

Ég færist þó alltaf nær takmarki mínu, og með hjálp fjölskyldu og vina tekst mér á endanum að verða sá maður er ég vil vera. En daginn sem ég á ekkert eftir að læra, verð ég hræddur. Það verður dagurinn sem tilvist mín í þessu lífi, eða næsta lýkur.....og í sannleika sagt vil ég ekki hætta að læra......í sannleika sagt vil ég ekki komast að takmarki mínu......í sannleika sagt vil ég halda áfram að vera mannlegur...........

Getur verið að þetta hafi verið eitt skref til viðbótar að takmarkinu....?
Hvar eru þið stödd í lífi ykkar???

|