þriðjudagur, janúar 10

Get over your slef!

Er búinn að eiga í svona rosalega skemmtilegum samtölum við mínar yndislegu fluffur. Þó svo að við eigum öll að vera á fullu að vinna, þá viðist mikill tími fara í hið umtalaða MSN. Þvílíka snilldin það forrit, þó sérstaklega fyrir svona chatterbox eins og okkur :)
Við byrjuðum á því að ræða mikilvægi kynlífs. Sem er ekki frásögu færandi, nema hvað, skiptar skoðanir á hversu mikilvægt kynlíf í raun og veru er....

Er kynlíf ofmetið, eða er það eitthvað sem við sem erum í föstu sambandi segjum bara til að líða betur??? Vinkonur mínar í Sex and the city, myndu segja að kynlíf væri mjög mikilvægt.....en nota bene þær voru allar single......
Að lokum komumst við að þeirri niðurstöðu að þetta væri stigatengt. Að kynlíf væri í raun bæði ofmetið jafnt og vanmetið. Fyrir þá sem eru single, væri það líklegast ofmetið, þar sem flestir eru að reyna að komast yfir sem flesta og frammistaða fyrsta kvöldsins dæmir um það hvort maður fái kaffibolla morgunin eftir eða ekki.
Fyrir okkur hin sem erum hamingjusamlega á föstu og höfum verið í nokkur ár, er kynlífið kannski meira vanmetið. Við erum svo örugg og ánægð með það sem við höfum, samverustundirnar skipta okkur meira máli en góður leikur upp í rúmi og frammistaða makans er kannski meira háð tækni í eldhúsinu eða á ryksugunni frekar en hitt. Kynlífið á það því til að gleymast. En svo spyr ég: Er nokkuð tímann hægt að gleyma kynlífi???

Umræðan hélt svo áfram á yfir hið margumtalaða hugtak MEÐVIRKNI. Hvað er meðvirkni, hvar liggur línan á milli meðvirkni og koma til móts við aðra? Erum við ekki öll meðvirk að einhverju leiti? Ef ég læt undan einhverju sem ég er ekki að fíla bara til að gleðja maka minn, er ég þá meðvirkur??? Svo myndu sumir segja, aðrir skilgreina þetta sem málamiðlanir....
Uppgötvaði það að þetta einnig var stigatengt. Og mjög svipað eins og hið fyrra umræðuefni.
Skiptist á milli þeirra sem eru single og þeirra sem eru það ekki......eða hvað???

Höfðum huga á að hittast og dansa saman. Við fluffurnar erum orðin svo rosa sátt að vera saman að fundið var upp leið til að geta verið meira saman en við erum nú þegar. Dansi dans, pæling að hrista á sér spikið, lyfta sér upp og nýta hæfileika meðfluffna og hafa gaman af :)
Þurfum bara að finna tíma og sal og koma öllu í kring.....

Pólitík! Hún er á vörum allra, meira hjá sumum en öðrum.Sumir þykjast vera lítið pólitískir, og lítið inn í þessu. Aðrir á fullu með miklar skoðanir. Þó eru allir með skoðanir og vita sem minnst um hvað þeir eru að tala :) Já pólitík - tíkin sem oft er verri en framhjáhald mannsins hinumegin við götuna. En er ekki pólitíkin orðin að einhverju atlægi???
Einhver sagði við mig að sá hinn sami kjósi ekki flokka, heldu einungis mál og stefnur.
Hvað eru mál og stefnur án flokka og fólks. Hver gefur þessum stefnum rödd annar en flokkurinn??? Er í raun ekki nauðsynlegt að kjósa flokka til að koma stefnum og málefnum á framfæri? Eins og með meðvirknina, þá höfum við valið um að lifa í henni eða ekki. Á sama hátt Í pólitík höfum við kosningarrétt. Réttinn til að kjósa það málefni sem hreyfir við okkur. Ekki flokkinn sem er stærstur eða með mest fylgi. Ekki flokkinn sem foreldrar okkar kjósa. Heldur málefnin sem flokkar á hverju sinni standa fyrir.........Ljós varpaðist á kosningartækni ofangreindar manneskju og einnig konsingartækni lýðveldisins.
Kýs landinn eftir stefnum og málefnum eða kýs það eftir gömlum vana? Er þjóðinn ekki í raun og veru bara meðvirk???
Við getum öll vælt og veinað yfir "tíkinni", en á endanum er valið okkar. Sá uppsker eins og hann sáir, ekki satt?

Kannski er málið að finna hin gullna meðalveg. Lifa góðu kynlífi í hófi og finna muninn á málamiðlunum og undirgefni. Kjósa eftir því sem hreyfir við okkur og ekki eftir gömlum vana. Já, hætta þessari helv. meðvirkni og vera trúr sjálfum sér!

|