sunnudagur, janúar 15

Ísland fyrir íslendinga

Á leiðinni heim í vikunni sem leið hlustaði ég á einn áhugaverðan útvarpsþátt þar sem hlustendur gátu hringt inn og sett fram skoðun sína á málefni dagsins. Í þetta skipti var vörpuð fram sú spurning hvar íslenska þjóðin tæki afstöðu í málefni erlendra innflytjenda.
Á Ísland að leyfa innflytjendum að setjast hér að og veita þeim vinnu og menntun, ef svo er skal vera takmark á fjölda? Ætti Ísland að banna komu innflytjenda, jafnvel flóttamanna vegna hve lítil íslenska þjóðin í raun og veru er? Ekki leið á löngu þangað til símtölin flæddu inn.....

Það vakti áhuga minn hve skiptar skoðanir fólk hafði á þessu og að rökin voru í raun og veru frekar þokukend. Sem dæmi má taka mannin búsettur í úti á landi sem gerði þáttasjórnendum og hlustendum það fyllilega ljóst að Ísland ætti að vera fyrir íslendinga! Íslenski kynstofnin væri núþegar svo lítill og með tilkomu innflytjenda væri hann að deyja út. Fleiri rök hafði maðurinn ekki. Áhugavert sjónarmið þarna...........
Einnig má nefna annað dæmi um manninn sen búsettur var í Reykjavík og lýsti yfir hrifningu sinni á tilkomu innflytjenda. Hann taldi það það vera skylda allra íslendinga að leyfa þeim sem minna mega sín og vilja setjast hér að, að fá möguleika á betra lífi. Einnig setti þetta svo mikinn lit á íslenskt þjóðfélag. Fleiri rök hafði þessu maður ekki heldur......

Er lengra leið á kvöldið fór ég að velta þessu fyrir mér og þó sérstaklega hugtakinu sem maðurinn fyrr um kvöldið hafði nefnt: Ísland fyrir íslendinga.
Hvernig skilgreinum við íslending? Hvað er það sem skilgreinir okkur í raun og veru sem íslendinga? Þó svo að maðurinn í útvarpinu dró mörkin við litarhaft og þjóðerni, þá fannst mér þetta áhugavert komment og velti þessu mikið fyrir mér. Gat verið að maðurinn hafði hitt naglan á höfuðið??? Það fékk mig til að hugsa: Var ég eftir alltsaman rasisti??? Eftir ítarlega sálarskoðun komst ég að því að svo væri ekki, þetta var bara íslendingurinn í mér að tala............

Á 21 öld, á tímum internets og tölva, sjónvarpa og síma, þá verður að viðurkennast að íslendingar og land þeirra er jafn alsíslenskt nágrannaþjóðir þeirra. Við keppumst um að versla okkur föt og tól og tæki sem framleitt er erlendis, sjónvarpsþættir og tónlist berst til okkar frá öllum heimshornum. Bílarnir og skyndibitamaturinn sem er svo í miklu uppáhaldi hjá okkur er meira og minna komið frá austurlöndum fjær og við erum tilbúin til að borga margar miljónir fyrir það. Já eitthvað fannst mér þetta stangast við skoðun útanbæjarmannsins og hló inn í mér við tilhugsunina. Hvað varð um slátrið og ýsuna? Afhverju göngum við ekki í íslenskri ull í stað bandaríska bómullarefna??? Afhverju horfum við frekar á erlent sjónvarpsefni en íslenskt??? Hmmmm....já eitthvað hefur ímynd íslendinga á sjálfum sér skolast til. Enda ekki skrýtið, íslenski stofnin er að deyja út.....

En þurfum við sem lítil þjóð ekki að draga mörkin einhversstaðar? Á ekki að leggja fram kröfur og skilyrði fyrir koma innflytjenda. Á Ísland að vera stoppustöð innflytjenda eða einungis tímabundið verndarhæli fyrir þá sem þjást út í heimi??? Já, ekki gat reykvíkingurinn í útvarpinu opnað huga minn allan fyrir skoðun sinni: Ísland, opið fyrir alla!
Eitthvað stoppaði mig af.....
Um kvöldið tók ég mig til fyrir háttinn, á móti mér blasti við mín eigin spegilmynd. Dökkbrún augun og brúnn hörundsliturinn.......var ég ekki örugglega íslendingur???

|