miðvikudagur, janúar 11

Og hann mun koma að dæma lifendur og dauða...

Umræður dagsins voru frekar heitar. Á landi eins og Íslandi þar sem allir þekkja alla. Þar sem frægð og frami er jafn merkilegt og fá sér fisk í matinn. Þar sem hógværð er í hámarki jafnt og mikilmennska. Þar sem umhyggja fyrir nágrannanum hefur hingað til skipt miklu máli. Hér var framið hrottalegt morð!
Já, það er furðulegt hvað tímarnir breytast og mennirnir með...

Fyrir nokkru birtir DV grein og mynd af manni einum á forsíðu sinni, meintur barnaníðingur. Útkoma og sannanir fyrir þessu máli voru ekki gerðar opinberar og í huga almennings var maðurinn enn saklaus. Málið hafði ekki endað hjá hæstarétti og því má maður geta sig til um að þarna var um sögusagnir að ræða, eða allavega enn í bili.

"Einhentur kennari sagður nauðga ungum piltum".

Svo hljómaði fyrirsögnin.
Já, ekki fönguleg sjón á forsíðu blaðsins og hörð orð..........

Í gær birtist sú frétt að maður hafi tekið sitt eigið líf. Maðurinn var kennari.....einhentur......og meintur barnaníðingur........
Fram kemur að vegna fyrirnefndri grein er birtist í DV og ásökunum sem maðurinn taldi vera misskilningur, hafi mannorð hans verið svertað og líf hans lagt í rúst. Tilgangurinn til að lifa, greinilega ekki mikill.......Hann kvaddi þennan heim með sorg......
Aðrir fjölmiðlar sýna andúð sína á þessari s.k fréttamennsku. Þjóðinn fyllist óhug vegna gjörða DV. Reiði ríkir í þjóðfélaginu allir benda á þann fjölmiðil er á í hlut.....það sem mestu skiptir gleymist.........morð var framið.....maður er dáinn af völdum annarra og eftir sitja sár sem ekki gróa svo auðveldlega.......

Hversu langt má maður leyfa sér að dæma? Öll dæmum við hvort annað daglega. Við dæmum eftir klæðaburði, hárgreiðslu, bílunum sem við keyrum, pólitískum skoðunum....já við myndum okkur álit á fólki oftar en við gerum okkur grein fyrir og oft við fyrstu kynni. Sagt er að þú ert fljótari að mynda þér skoðun á einum manni við fyrstu kynni en að breyta henni seinna meir. Sem er allt í lagi........
Seeing is believing, svo er sagt.
En hvað ef maður hefur ekki séð, hvað ef maður veit ekki staðreyndir málsins. Hversu langt á maður að ganga í því að framfylgja skoðanamyndun sinni án þess að hafa í raun og veru kynnt sér gang mála???
Fjölmiðlar bera það fyrir sér að þeir gegna því mikilvæga hlutverki að upplýsa þjóðina um það sem er að gerast í samfélaginu. Fréttamennska kallar þeir það.

Hvar er þá munurinn á milli góðri fréttamennsku og slúðri? Hvar er munurinn á að upplýsa og svo að uppljóstra. Hvar er munurinn á milli lyga og það eitt að vera krydda sannleikann?
Við erum öll þakklát fyrir það upplýsinga flæði sem á sér stað í heiminum í dag. Okkur bæði til gagns og gamans, fáum við fréttir af málum nágrannalanda okkar. Við fáum sorgarfréttir stríða, náttúruhamfara og sjúkdómafaralda. Við fáum gleðifréttir um björgun manna, fæðingu barna og frelsi þjóða.

Dag eftir dag, erum við mötuð af fréttum. Við kveikjum á útvarpi, horfum á sjónvörp, lesum blöðin og jafnvel fáum fréttir frá vinum. Erum við í raun og veru ekki að láta okkur stjórnast af fréttaflutningi fjölmiðla? Hvar liggur okkar sjálfstæða hugsun? Skoðanir okkar myndast af umtali sem birt er fyrir okkur. Traust okkar liggur hjá þeim er leggja sig fram við að upplýsa okkur........DV bendir á siðareglur sem ritsjórn samdi er blaðið var starfrækt á ný. Þar koma fram reglur ritaðra orða og hvað er rétt og rangt þegar kemur að greinaskriftum. Nú spyr ég: Vernduðu siðareglur DV mannorð mannsins og líf eða vernduðu þær einungis greinahöfund???

Sagt er að maður er saklaus þangað til annað hefur verið sannað. Í þessu tilfelli var það ekki svo. Hörð orð dagblaðsins DV höfðu þau dramatísku áhrif að maður tók sitt eigið líf. Búið var að dæma í þessu máli. Maðurinn var gerður sekur og ekki er hann til staðar til að bera hönd fyrir höfði sér og vernda mannorð sitt. Aðstandendur sitja eftir í sárum, sorg sem ekki er eytt, dæmd af þjóðinni, missir ólýsanlegur!
Já.......öll leikum við siðapostula, en þurfum við endilega að rita niður orð okkar og gefa þau út???

|