laugardagur, janúar 21

Brjálað að gera á laugardegi!

Klukkan að ganga 5 á laugardegi.......
Sit fyrir framan tölvuskjáinn með hárið út í allar áttir, útlítandi eins og úfin hæna! Var að koma úr ræktinni, geðveikt duglegur, sveittur og illa lyktandi. Inn í rúmi liggur betri helmingurinn dáleiddur af heimi leikjatölvunar, jólaksrautið liggur á sófaborðinu tilbúið að fara ofan í kassa. Ég finn fyrir leti um allan líkamann, leti í huganum, leti sem ekki er að hverfa. Heit sturta bíður mín, rakstur og hárblásun. Pæling að reyna að flikka upp á sig til að líta sæmilega út??? Til hliðar við mér stara 6 vinir úr bandarísku þáttaröðinni "Friends"......Djöfull eru þau öll falleg! Spurning um að gerast sjónvarpsstjarna? Myndi maður þá alltaf vera fallegur??? Botox í rassinn, strekkingd í andlitið og silikon í brjóstin......já beauty costs!!! Ætli sé ekki skárra að vera bara venjulegur, ordinary....engar kvaðir um að líta vel út.......

Ætla að rífa mig upp á rassgatinu......byrja að gera eitthvað af gagni. Samt nenni ég því ekki.....Leti.....djöf. getur hún verið leiðinleg!

|