laugardagur, ágúst 28

Return to sender!

OK. Mér líður ekkert smá kjánalega núna mar! Var sko búinn að skrifa fullt af dóti sem var ekkert smá fyndið og skemmtilegt en þá klikkaði netið eitthvað hérna og allt bara fauk út. Svo nú sit ég hérna og er að rembast við það að vera fyndinn, aftur og endurtaka mig, sem er ekki alveg að virka.
En ég er kominn aftur hingað í vinnuna miklu, þreyttari og dofnari en áður. En það þýðir svo sem ekki að kvarta þar sem manns eigið val, ekki satt?

Djöfull maður!!! Sitjum hérna og erum að ærast útaf Línu helvítis Langsokk!!!Það sem er gert fyrir þessi helv.....börn!!! Aaaaaaarrrrrrrrg!!!!!!!!!!

En í gær fórum við karlar með ammælisbarni dagsins í smá ævintýri. Við ákváðum að bjóða litlu dramdrollunni í leikhús svona rétt til þess að gera daginn skemmtilegan. Og þvílík sýning sko!!! Ferðinni var haldið í Borgarleikhúsið á Rómeó og Júlíu. Og ég ætla sko ekki að fara eyða of mörgum orðum´til þess að lýsa þessari sýningu, því það tæki of langan tíma. En þetta get ég þó sagt:
Þvílík snilld!!! Ég hef ekki farið á leiksýningu sem er eins fullpökkuð af húmor, meiri húmor, slatta af húmor í viðbót, drama, flottum fimleikaatriðum og klassa leik á heimsmælikvarða, eins og þessi leikur. Þið sem ekki hafið farið......FARIÐ!
Eftir sjóvið var hadlið á Tapas Bar, bara rétt til að seðja versta hungrið. Við enduðum svo heima upp í sófa í diskusjón um pólitík og Opruh Winfrey! :)
Ég held bara að ammælisbarnið hafi bara verið nokkuð ánægt með daginn, en það var fyrir mestu. En fyrir ykkur sem ekki vissuð, þá var hann Fjalar okkar að skríða yfir 30 árin og djóna honum gamla mínum í elliárunum, hihi! :)

Planið á eftir er þó að fara heim og skella sér í heita og langa sturtu (don´t get any idées people), kannski henda í eina þvottavél og svo deyja upp í rúmi :)
Þar sem karlinn minn sæti ætla að sjá um matinn og solls



|