miðvikudagur, ágúst 11

Talið ekki um veðrið ógrátandi!

Úff púff. Hvað er að frétta með veðrið???
Hér situr maður inn í þessum djúpsteikingapotti og er að mygla á meðan annað fólk situr úti eða er búið að fá frí í vinnu vegna veðurs og nýtur sólarinnar úti! Dettur ykkur i hug að sólin komist inn í Kringluna??? Glætan spætan! En ég verð ekki mikið brúnni en ég er með þessu áframhaldi :( Ó nei!!!l
Svona til að toppa allt þá er ég að drepast í ofnæminu vegna hitans og er eins og undin tuska frá helvíti í skapinu. Tölum ekki um veðrið ógrátandi!

En til að breiða yfir neikvæðnina þá ætla ég og minn ekta maður út í kvöld með mat og gos og fara í piknik. Svo fáum við okkur ís eftir á og reynum að nýta þetta blessaðins veður eitthvað.
En ég fór í ræktina í morgun. Geðveikt duglegur! Hef ekki nennt alla þessa viku, en var búinn að plana að fara alla daga. Svo á mánudagsmorgun þegar prógrammið átti að byrja beilaði ég á öllu saman og svaf eins og steinn þangað til ég fór í vinnu. Ekki hægt sko! En það var tekið á sko, og ég er ekki frá því að kroppurinn minn sé farinn að taka sig eftir þetta púl núna seinasta mánuð. Annars verðið þið að spyrja manninn minn um það, hehe!

En hvað er á döfinni??? Hmmmmm......................Vinna, vinna, vinna! Allt til að eiga fyrir reikningunum. DRAMA.is, hehe!!! En við ætlum að skella okkur í smá orlof seinna í október við skötukarlar. Mamma og pabbi ákváðu að bjóða okkur með til Köben og Svíþjóðar í viku! Haldiði að það sé lúxus!!! Ég hlakka rosalega til. Nú get ég sýnt Nalla gamlar heimaslóðir. Gaman saman!!!

Jæja, best að hætta þessu rausi og þykjast gera eitthvað. Hmmm, ekki skil ég ástæðuna að vera með banka opna á degi eins og þessum. Em það er svipað með það eins og að spyrja afhverju himinn sé blár...........


|