miðvikudagur, ágúst 18

Díses kræst!

Já maður má ekki einu sinni taka sér smá brake frá heimi bloggsins án þess að það sé rekið á eftir manni. Það er greinilegt að áhugi fólks á ævintýrum mínum sé mikill :)
En eins og alvöru stjarna, þá mæti ég kröfum aðdáenda minna og hendi í þá nokkur bein!
Verst bara hvað líf mitt er atburðarlítið þessa dagana, allavega ekki nóg til að hafa eitthvað bitastætt að blogga um........

En nema hvað! Haldiði ekki að ég hafi farið í ræktina í gær, eins og mín er von og vísa. Ég kem röltandi inn, vippa mér inn í búningsklefann og fer að skipta um föt.
Það var nú ekki fjölmennt þarna að vana, en tveir ungir menn ganga inn í sturtuna. Ég svo sem pæli ekkert nánar í þessu (ye right) og held mínum erindum áfram. En í því þegar ég er að reyma skóna mína er mér óvart litið upp. Og við mér blasir annar þessa unga manna og miðfingurinn hans. Díses kræst!!! Ef það er einhvern tímann sem ég hef fengið störu þá var það þarna. Og það versta var að greyið náunginn tók eftir því líka! Ég ætla svo sem ekki að fara að lýsa gripnum eitthvað nánar, en þið sem hafið áhuga verðið bara að hafa samband við mig. Það eina sem ég get sagt er þó þetta, Guð gaf þessum manni gjöf, gjöf sem ekki allir eru svo blessaðir að hafa. *hrollur*

Já, þetta var það mest bitastæðasta sem ég hafði að segja frá. Í kvöld verður svo plantað sér fyrir framan nýja viðhaldið hans Nalla og spilað Sims. En Sims eru örugglega ein af verstu fíknum sem til er :) Gamli er að vinna, svo ég ætla að eiga notalega stund saman með mér einum........Voðalega hljómar þetta eitthvað sad.............

Jæja, bankinn bara að fara að opna og gigtinn farin að segja til sín aftur í fingrunum. Blogga soon aftur um leið eitthvað annað "bitastætt" birtist, hehe!!!

Ciao bella!

|