laugardagur, desember 20

Hærra og hærra!

Já nema hvað! Haldiði ekki að ég hafi bara dáið og farið til himnaríkis í gær. Frostrósir, okkar íslensku dívur fylgdu mér til himnaríkis og ég grét alla leið. Ég meina það. Díses, ég hef sjaldan farið á eins magnaða tónleika eins og þessa í gærkveldi. Þvílík snilld, þeir voru hátíðlegir og skemmtilegir, allt eins og vel innpökkuð jólagjöf. Að sjálfsögðu sátum við í bestu sætunum. Í fimmtu röð alveg fyrir miðju og gátum nánast fundið fyrir andardrætti dívanna :) Úff, það fer um mig hrollur við tilhugsunina.
Það vantaði bara suma með okkur og erum við sætu strákar alveg viss um að þeir (sætustu) hefðu fílað sig í botn og fellt nokkur tár með okkur lufsunum.

Svo í dag er búið að vera búðarherferð dauðans, alveg frá 11 til 7. Maður tekur þetta náttlega bara með trompi. Klárað allt sem var eftir......ja eða svona næstum. Jólaskrímslið (tréð) er komið upp með mikilli fyrirhöfn, enda búumst við við að gestir þurfa að sitja úti þessi jól vegna plássleysis. Hmmmmmm, ekki að grínast sko. Það þarf nefnilega stjörnukíkir til að sjá jólatréstoppinn sem mamma keypti í fríhöfninni í sumar. Hehe, þetta er farið að líkjast "Christmas Vacation".
Jæja, er hættur núna, er á leið út með henni IDOL.is, við ætlum að fara út og fá okkur að snæða saman og kannski dreypa á smá julevin með.
Skál fyrir okkur!

|