þriðjudagur, desember 23

Jólin, jólin allsstaðar......

Mmmmmmmmm...................OK, búinn að skrifa jólakortin og koma þeim í póst, búinn að pakka inn gjöfunum, búinn að taka til, búinn að sortera í fataskápnum, búinn að skreyta, á eftir að ryksuga og skúra og svo má ekki gleyma að þrífa bílinn líka fyrir jól. Og klukkan er að verða 2............ég finn hvernig ég er að sofna hérna. Afhverju getur sólarhringurinn ekki verið um 30 tímar í stað 24 tíma??? Oj, en bara einn vinnudagur eftir og þá geta jólin farið að skríða inn. En þá verður sko bara notið þess að vera til, étið og sofið og gert ekki neitt. Mmmmmmmmm, mig er farið að hlakka til strax.
Ehhhhh........er farinn að dotta hérna í stólnum, tími fyrir suma að fara í háttinn.
Skjáumst um hátíðirnar!!!

|