fimmtudagur, júní 29

Allt að gerast...

Já nóg um að vera! :)
Var sem sagt á standby í dag og beið og beið við símann eftir útkalli. Ekkert gerðist svo Dúskurinn dreif sig út í góða veðrið og heilsaði upp á sólina niður í bæ. Kom við hjá karlinum í vinnuna og hitti svo Þóru mína fluffu og Yasmine á Vegó. Notalegur dagur......
En svo erum við Þóra á leið saman til San Fran í næstu viku (í tvær nætur) og er tilhlökkunin komin í hámark, reyndar fengum við óvæntan glaðning einnig í dag, því greinilegt er að við förum einnig saman til Köben seinnipartinn á morgun :) Gleði, gleði, gleði!!!
Bauð svo eiginmanninum með til Friskó, en það er vonandi að hann losni úr vinnu.....Best að gera bara teiti úr þessu og hafa gaman af!

Svo er hægt að snúa sér að fréttum vikunar, en sá merkilegi atburður gerðist að ný lög tóku gildi hér á landi í fyrradag. Samkynhneigðir eiga nú rétt að skrá sig í sambúð, með öllum þeim lagalegum ákvæðum sem því fylgir eins og gagnkynhenigðir. Einnig má við bæta að nú sitja samkynhneigðir við sama borð og gagnkynhneigðir er varðar rétt þeirra á frumættleiðingum. Já batnandi þjóð er best að lifa! Ég fagna þessum merkis tíðindum og lít áfram í framtíðina með bros á vör. Ekkert er ómögulegt og draumarnir eru till þess að lifa eftir.

Ég segi skál í boðinu og dansa fram á rauða nótt í gegnum lífið :)
Cheers!

|