mánudagur, júní 26

Sól, sól skín á mig!

Ég náði þessum hressilega lit á líkama mínum í þessu stutta stoppi í Orlando í seinustu viku.
Í 30 stiga hita og miklum raka lá ég eins og skata ásamt Maríu, fellow fluffu og skólafélaga í sólinni og létum hana baka okkur fram og aftur. Öðru hverju hentum við okkur í laugina til að kæla okkur niður eða inn veitingastað til að seðja hungrið. Takmarkið var að fá sem mestan lit á sem stystum tíma, og þess vegna bar Dúskurinn á sig lög af sólarolíu án allra varnar! Hehehe, já þegar komð var upp á herbergi til að baða sig var hann eins og steiktur karfi á litinn, hálf rauður og ef vel var gáð mátti sjá smá bruna líka.....Ekkert mál fyrir Jón Pál! Skellt var upp andliti og drifið sig í flug....Furðulegt hvað það var samt smá kalt í vélinni á leið heim!

En nú bíður mín ný skrá og verður það gaman að sjá hvaða spennandi ævintýri bíða mín í næsta mánuði. Heimurinn liggur fyrir manni eins og íþróttavöllur og þó svo að undirritaður sé nú ekki beint góðir í íþróttum , þá er hann meira en tilbúinn að tækla hann!

Þangað til næst, adios!

|