fimmtudagur, júní 1

Fly on the wings of love, með heiminn í lítilli öskju!

Tíminn líður hratt eins og vanalega og þó sérstaklega þegar maður skemmtir sér. London ferðin langþráða var hin skemmtilegasta, eða réttara sagt, hreint frábær. Áttum góðan tíma í slökun og dekri, með bestu vinum okkar í allri sinni merkingu! Litla kósí íbúð strákana okkar var ekki smá sæt og gott að búa hjá þeim körlum. Þökkum kærlega fyrir okkur guys!
Drifum okkur svo á tónleika með hetjunum okkar og var það án efa upplifun sem hvorugir okkar vildum missa af! Stelpurnar okkar kláru rokkuðu í húsinu með miklum undirtektum áhorfenda og að sjálfsögðu þeirra number one fans - OKKUR! Eitt lítið tár læddist niður kinnarnar á undirrituðum þegar hann sá bestu vinkonu sína og stöllur stíga og svið fyrir framan mörg þúsund manns......Til hamingju stelpur með árangurinn, þið eruð flottastar! Elsku Alma, þú veist hvar þú ert í hjarta mínu, í innsta hring. Ég er svo stoltur af þér stelpa!
Eftir geggjað prógram hjá strákabandinu umtalaða drifum við okkur í eftirteiti til að fagna merkum áfanga íslenska stúlknabandsins, fjölskylda og vinir samankomnir að springa úr stolti.

En annars af Dúsknum að frétta, þá er hann kominn á fullt í háloftin. Átti eitt flug í seinustu viku og var að koma hem frá Stóra Eplinu í fyrradag. Verður að viðurkennast að það þarf að komast smá í gírinn í svona overnight flug. En stórborgin var sú sama og fann ég fyrir heimatilfinningu þegar ég ók um götur Manhattan. Eyddi svo mest öllum deginum í Miðgarði í 30° hita og sól. Já hið ljúfa líf!!!! :) Svo er verið að psycha sig upp fyrir næsta flug um helgina, en vesturströnd USA bíður mín, nánari tiltekið San Francisco. Tveggja nætur stopp, svo það verður góður tími til að slaka á eftir erfitt flug. Verst bara hvað ég mun sakna unnustans mikið..........
En flugið á vel við mig, enda ekki í öllum störfum þar sem maður fær frelsistilfinningu á þessum mælikvarða! :) Heimurinn opnast manni og minnkar ofan í litla öskju og þú færð betri yfirsýn yfir heiminn. Já eitthvað sem ég óska öllum í heiminum........En tough luck, I'm the lucky one!

Sjáumst öll í háloftunum!!!
Ciao!!!!

|