föstudagur, júní 16

Fluffuflensa!

Já, þetta ætlar engan enda að taka!
Er búinn að húka hér heima í flensu og ógeði síðan ég kom heim frá Minneapolis. Nóttin í nótt var nánast óbærileg og dreif ég mig því til doktors í morgun. Niðurstaðan var sú að ég væri með slæma flensu og stíflaðar nefholur. Kominn á pensilín og bíð því eftir að hitinn lækki og holurnar mínar tæmast........Hmmm......já eitthvað datt sjarminn af fluffunni, enda ekki við öðru að búast í veiki eins og þessari. Átti að vera á standby í dag en skráði mig veikan, læknirinn taldi það ekki æskilegt að drífa sig of snemma af stað í loftið. Vonandi að ég verði þokkalegur á þjóðhátíðardaginn!

En það má nánast segja að þetta sé lukka í ólukku, þar sem veðrið er ekki að gera sig um þessar mundir. Rok og rigning, ój! Já, maður er allavega ekki að missa af neinu að loka sig inni......Jæja tími fyrir inntöku lyfja og matartími.
Hósta ykkur seinna, hóst-hóst!

|