föstudagur, júní 9

Frelsi, fríðindi og framandi staðir

Merkilegt þegar maður er búinn að eyða þó nokkrum tíma í hita og sól erlendis hvað klakinn hérna heima gerir manni mikinn grikk. Kom frá San Francisco fyrr í vikunni, alveg yndisleg ferð , með yndislegu fólki í yndislegu veðri en missti nánast kjálkann þegar ég steig út úr vélinni. Þvílíkt og annað eins skítaveðrið! Það á ekki lítið á mann að leggja.....En Dúskurinn stoppar ekki lengi hér á landi því um helgina eru það Bandaríkin sem bíða manns enn einu sinni :) Já þetta heimsflakk er sko alveg að gera sig og þó svo að maður sakni sinns betri helmings verður að viðurkennast að geðheilsan sé í toppástandi í öllu flakkinu! Frelsi og fríðindi og framandi staðir!
Bæti inn nokkrum myndum til að sýna gleðina:

|