miðvikudagur, nóvember 17

Hvað var málið með gærdaginn???

Jæja, náði engan veginn að skirfa eitt eða neitt í gær. Var í vinnu og gleymdi mér í smá verkefnum.....Svo ég býst að fólk hafi ekki fattað alveg punchlínuna, hehe!
En málin standa svona; Eitthvað þróast þetta hægt í vinnumálum hjá mér, en eitthvað segir mér að það sé að þróast í rétta átt, allavega sagði lítill fugl mér það að ég hafði ekkert að óttast. Á morgun mun ég sem sagt fá betri svör við þessum breytingum mínu :)
Við vonum bara að útkoman verði sú sem ég vil að hún verði.......
En málið með bloggið í gær, sem svo varð ekki er jú nákvæmlega þetta:
Á laugardaginn nk. fer ég í mitt fyrsta flug, þ.e ef veður leyfir. Það var hringt í mig í fyrradag til að tilkynna mér það að það væri búið að finna handa mér kennara og læti og ekki setunar boðið en að byrja á þessu öllu saman. Svo ekki er aftur snúið, þetta er komið af stað og Ingó á leiðinni að verða flugmaður :) Svo nú er bara að taka sig á og hafa hlutina á hreinu og gera þá vel!!! Hmmmmmm........smá kvíði í gangi núna sko, hehe!
Allavega verður skellt sér í söng kl 9 og svo upp í loftið strax á eftir. Svo maður verður allur +i háu hæðunum þennan dag, muahahahahaha!

Sem sagt, þetta var málið með gærdaginn. Allir að krossa fingur fyrir Ingó :)
Ciao bella!

|