sunnudagur, nóvember 21

Þvottadagur!

Herru manni! Sunnudagur og minn bara heima að reyna koma sér af stað að þvo. Hmmm.....eitthvað gengur það nú illa, þar sem ákveðið var í gær að hrynja ærlega í það og vera svo þunnur í dag fram eftir degi og kvöldi. En ég er búinn að komast að því að ég er orðinn hræðilegur drykkjumaður og lýsir það sér mest í því hversu lítið ég drekk!
Svo ég er fremur hress og vakandi, en nenni samt ekki að fara að þvo....

Gærdagurinn var sem sagt hin besti, eða allavega var hann mjög annasamur. Byrjaði morgunin með miklum látum á háu A og falsettu sem gat sprengt glös í mílu fjarlægð. Dreif mig svo beint úr því í einn góðan flugtúr, bara svona rétt til að kíkja á borgina að ofan :)
Allt gekk þetta hið prýðilegasta og kom það mér á óvart hvað ég mundi mikið frá því ég var að læra seinast! Ætli þetta muni nú bara ekki ganga bærilega, eða það vona ég....
Um kvöldið var ég búinn að fá lánaðan Lóuásinn í smá teiti fyrir KB krakkana, svoldið kveðjuhóf þar sem ég er á förum frá þeim í desember. Já alveg rétt!!!
Var ég ekki búinn að segja ykkur frá því??? Dúskurinn er orðinn nýr starfsmaður í söluveri markaðsdeildar í KB banka :) Sem sagt, útkoman sem ég var að bíða efir á fimmtudaginn varð sú sem ég vildi og fer þetta allt í gang fyrstu vikuna í desember. Gaman saman!!! Svo það verður sko ekki hrópað "nr 253, gjöriði svo vel" framar! Hahahahahaha!!!

Þvílík gleði sem ríkir á mínu heimili. Nýtt starf, nýtt nám og nýjir möguleikar fyrir handan hornið. Gæti þetta verið betra???
Jæja, þvottadagurinn bíður, hehe.
Allir að kíkja á nýja hittíið, en ég og vinir mínir erum allir sammála um það þessi kauði er eitthvað voða kynferðislegur. Allavega finnst mér hann sætari en bróðir hans var nokkurn tímann :)

|