miðvikudagur, nóvember 24

Crazy brain in the bankhouse!

Ég trúi þessu ekki!!! Klukkan er rétt rúmlega 5 og tíminn er EKKERT að líða.....
Síðan um 2 finnst mér eins og tíminn hafi bara stöðvast og ég dottið út í smá stund. Ble......en ég losna nú bráðlega úr þessari hvelfingu og hef störf á nýjum stað :) Við skulum bara vona að það hæfi mér betur en þetta.....

Hóf náttlega daginn á því að fara til læknis. Eða réttara sagt kírópraktors. Var ekki búinn að fara í næstum 2 ár og var kominn tími á það. Búinn að vera eitthvað að drepast í hnakkanum, þannig að ég ákvað að láta kíkja á þetta fyrir jól. Enda er það ekki slæmt að láta þukla á sér smá, sérstaklega þegar læknirinn er svona myndarlegur, hehe!!!
Eftir þennan lækni fór ég til næsta. Lét kíkja á tennurnar í mér til þess að athuga hvort ekki allt væri í lagi með þær og þær sætu ennþá í. Eins og vanalega voru þær prýðisfínar og ég fór sáttur með hreinar og fínar tennur í vinnuna. Uppgötvaði svo áðan að allt þetta læknavesen kostaði mig rúmlega 10þús krónur, og ég sem á ekki eyri í rassi!!! Dreif mig svo niður í höfustöðvar KB til að undirrita nýjan starfssamning. Allt gekk að óskum, en segjum sem svo að allt er þetta sættanlegt.....í bili.
Nú er bara að bíða eftir að ég get lokað þessari búllu og farið heim......heim??? Nei alveg rétt, Ingó þarf að vinna fram á kvöld í kvöld. Ekki veitir nú af peningnum, það get ég sagt ykkur! Við skulum bara vona að þetta taki fljótt af og ég komist heim á skikkanlegum tíma.

Gamli kisinn minn fór bara svo til tannlæknis hann líka í dag. Þurfti eitthvað að láta gera við postulínið upp í honum. Þarf að hringja í hann til athuga hvernig allt fór.......
Jæja, ætla hætta þessu bulli í bili.
Ciao!

|