laugardagur, júlí 10

Syndir holdsins!!!

Hmmmm. Laugardagur í dag og góða veðrið sem átti að vera er ekki.
En það gerir svo sem ekki mikið til, í Kringlunni er hvort eð er ekkert veður :( Já, nákvæmlega að vinna sko.......Gaman saman!
En við karlar erum bara einir heima þessa helgi. Voða kósý, og erum komnir í svona þægilegan homie feeling. Enda veitir ekki af að fara að æfa sig, þar sem við erum að flytja núna um mánaðarmótin. Kannski að maður lyftir sér upp aðeinsí kvöld og skelli sér í bíó, þó að maður sé að spara.

En ekki er mikið að slúðra um. Voða lítið sem gerist svona almennt sko, allavega sem er þess virði að slúðra um.....
Við Thelma erum allavega byrjuð í ræktinni, þó við séum ekki nema bara búin að fara einu sinni, þá er þetta alveg að gera sig. Næsta æfing er á mánudags morgunin, en þá verður sko tekið á :)
Það er svo skrýtið hvað maður verður miklu hressari við að taka svona á, enda rýkur allt endorfín upp í heila eins og skot :)
Hver veit nema undirritaður geti kannski farið að stunda smá fimleika aftur.......

Vá!!! Bara frumsýning á Hárinu í Austurbæ í gær. Mig langar náttlega geðveikt að sjá þetta. Þó sérstaklega þar sem maður er búinn að leika eitt af aðalhlutverkunum í uppfærslu FG á sínum tíma. Kannast einhver við Voffa??? Jamm og jæja.........Mikið líður tíminn hægt sko. Mollið er náttlega bara tómt :(
Æi, svo sem ágætt til að slaka aðeins á og gera ekki neitt.

Svo á bara gamli minn bara afmæli bráðum. En hann Fjalar okkar rétt nær að koma heim í gamanið :)Sem by the way er á Kýpur!!! Þið sem viljið fylgjast með ævintýrum hans þarna úti kíkið endilega á
bloggið hans. Við erum ekkert smá að öfunda hann. Sól og gott veður, strendur, góður matur......ooooooooo hvað er maður svo sem að hanga hérna???


Smá mynd til að sýna ykkur hvað við erum að missa af!

Cheers mates!

|