þriðjudagur, júlí 27

Ekki þessi helv.....augu!

Jæja, þessi blessaðins augu eru búin að standa hérna alltof lengi sko. En það hefur svosem ekki verið mikið að blogga um núna undanfarið.......
En nú styttist alltaf í það við færum okkur um sess og komum okkur fyrir í nýja hreiðinu okkar.
Ég dreif mig í IKEA með mömmu og hún splæsti fullt af flottu dóti handa okkur til að taka með í íbúðina :) Svo á reyndar eftir að kíkja í eina búð í viðbót.....hehe.
En eins og áður þá er mest lítið að gera hér í hvelfingunni.......En okkar bíður mest ógeðslegasta helgi ársins. En það er jú endurgreiðsla á skattinum og verslunarmannahelgin :(
Úff púff! Á meðan situr maður hér og nýtur þess að geta slakað á þangað til.
 
Mig langar í bíó! Og út að borða. Já mig langar helst út að borða. Eitthvað gott og nice með gott vínglas í hendi. Nammi! Væri ég til.............
Var svo áðan að panta mér flug til Agureyris! Maðurinn hélt náttlega að ég væri eitthvað klikk þegar ég bað um far á föstudegi og tilbaka aftur á laugardagsmorgun. Hehe, ég sagði honum að maður hefði nú ekki tíma að stoppa eitthvað. En ástæðan er jú að á laugardeginum er GAY-Pride. Og af henni ætla ég sko ekki missa! Ég var einmitt að spjalla við hana Ingibjörgu, eiganda NASA og hún sagði að það væri sko beðið eftir þessu kvöldi. Þetta væri sko skemmtilegasta kvöld ársins! En ég hvet eindregið þá sem vilja upplifa frábært kvöld með góðri stemmningu og góðri tónlist að mæta á NASA á GAY-Pride :) Og líka að sýna stuðning með því að koma og djóna okkur í göngunni niður Laugarveg :) Allir að sýna lit!!!

 
 

|