miðvikudagur, febrúar 22

Lífsfylling eða kalkúnafylling....?

Já klukkan korter gengin af göflunum og Dúskur fyrir framan skjáinn enn eina ferðina. Eins og hann eyði ekki nógu miklum tíma í það svona daglega......
Þvottavélin á fullu, minn betri helmingur niðursokkinn í að bjarga heiminum og majonesin orðin gul! (var það í einhverri bíómynd???)
Búinn að eiga þessa ágætis viku, þessi sem er að líða. Sit hálfan daginn í hláturskasti með fluffunum mínum í gegnum tölvuskjáinn samhliða því að vera að vinna. Gengur brösulega en verkefnin eru kláruð.
Byrjunin á helginni ætlar að verða hin fínasta. Ákveðið var að hittast, við fluffurnar ásamt mökum.......mökum........mök??? Hmmmmmm......ákveðið var að fluffur og makar skildu hittast og eyða góðri kvöldstund saman með mat og vín. Tilhlökkunin strax farin að segja til sín......:)

Fór í þennan frábæra leik með góðri vinkonu minni (fellow fluffu) þar sem okkur leiddist svona hörmulega og djúpu samræðurnar voru búnar að taka á enda að úthugsa líkama eða líkamsparta á frægum persónum sem okkur myndi langa til að lána. Þetta varð hin fínasti leikur sem aldrei ætlaði að taka á enda. Ekki skrýtið þar sem nóg er til af fallega fólkinu....
Eitthvað vafðist þetta fyrir mér og ég átti bágt með muna nöfn og líkamsparta. Leiknum var breytt og til stóð að setja saman drauma kroppinn með líkamshlutum annarra í huga.
Velti þessu fyrir mér síðan í morgun þegar ég vaknaði.......Hví þráum við það sem aðrir hafa og teljum það vera betra en okkar eigið? Hvað er það sem gerir fræga fólkið "fallegra" en okkur hin? Ef ég yrði frægur, yrði ég þá "fallegur"?
Já skondin þessi pæling og þrátt fyrir ágætt sjálfsálit átti ég ekki bágt með setja saman drauma líkamann. Samansafn af hinu besta, gæða súkkulaði frá Belgíu!
Ég opnaði síðan "Blaðið" eftir að ég kom heim úr vinnu. Fyrirsögnin greip mig algjörlega:

"Boy George hlakkar til samkynhneigðra skilnaða"

Um var að ræða söngvarann breska, Boy George og álit hans á hjónaböndum samkynhneigðra. Hann áleit að hjónabönd væru úrelt og ekki í takt við tímann. Hvorki fyrir gagnkynhneigða og sérstaklega ekki samkynhneigða. Honum fannst það fáranlegt að fólk ryki til og gifti sig þegar meirihluti hjónabanda endar í skilnaði. Aftur á móti hlakkaði hann til fyrsta skilnað samkynhneigðra hjóna, þá fyrst er rétti þeirra til fullnustu náð!

Gat verið að George litli hafi hitt naglann á höfuðið......?

|