miðvikudagur, febrúar 15

Innlit - Útlit

Ég sat og horfði á athyglisverðan sjónvarpsþátt í gærkveldi eins og ég geri nokkuð oft.
20/20, bandarískur fréttaskýringarþáttur þar sem ýmisleg málefni erum tekin fyrir. Í þetta skipti var verið að fjalla um eina af syndunum 7. Hégómann!
Hversu langt er fólk tilbúið að ganga til líta betur út? Er ekkert verð of hátt fyrir útlitsbreytingar? Eru lítalækningar af hinu góða eða einungis hinu slæma?
Ég gat ekki annað gert en að festast yfir þessum þætti, með ljósa litinn í hárinu, öll þrjú kremin fram í mér og á fótunum og svo harrsperrurnar úr ræktinni fyrr um kvöldið. Guð sé lof að hafði ekki frekari áhyggjur af útlitinu.

Í þættinum var tekið viðtal við þrjár ungar stúlkur sem allar voru á leið og svo seinna meir höfðu gengist undir brjóststækkun. Þeirra skoðun á þessu hégómamáli var það að við stækkun brjósta þeirra stækkaði einnig sjálfstraustið. Fréttamaður spyrði þá hvort ekki var um "big price to pay". Þær hristu hausinn, nei pabbi og mamma borguðu!
Er ekki soldið langt gengið þegar foreldrar unglinga gefa börnum sínum lítaaðgerðir í gjöf í stað hluta??? Hvaða skilaboð eru þessir foreldrar gefa? Lifum við á tímum er útlit skiptir jafn miklu máli, jafnvel meira máli en gáfur og hæfileikar???
Já, ég velti þessu þónokkuð fyrir mér og uppgötvaði hve stór hegómi minn væri í raun og veru.......Öll keppumst við um að reyna að líta betur út en við í raun og veru gerum. Við lítum á myndir af stjörnunum, við þráum líkama þeirra, hár þeirra, fötin og að sjálfsögðu peningana. Við litum á okkur hárið, plokkum okkur, vöxum, klippum okkur, förum í handsnyrtingu, fótsnyrtingu, andlitssnyrtingu, nudd, nú að frátaldri heilsuræktinni. Við kaupum pillur og mixtúrur til að grenna okkur, byggja okkur upp og jafnvel yngja okkur. Svo förum við í jóga, til sálfræðings, hugleiðslu, allt til að betrum bæta innri líðan. Þúsundir króna er eytt í útlitið og jafnvel innlitið.......... Já, ég er alveg viss um að þú lesandi góður þverneitar fyrir allt ofantalið, en hugsaðu þig tvisvar um áður en þú alhæfir!

Erum við komin á þann stað í þróunarferli mannkynsins að útlitið skiptir öllu? Eða getur verið svona hefur þetta alltaf verið? Já, ég velti þessu mikið fyrir mér og geri enn....Er ég hégómagjarn eða ekki?
Ég komst ekki að neinni niðurstöðu og veltu þessu enn fyyrir mér á sama tíma og ég pantaði tíma í klippingu og litun, plokkun og vöxun og dreif mig ræktina........

|