mánudagur, desember 6

Kominn á nýjan vígvöll!

Húbba húlla, húlla, húll! Bara kominn á nýja vinnustaðinn. Ekki mikið að gera, enda ekki kominn með nýtt svæði í kerfinu og mailið er kapúff. Svo ekkert er annað að gera en að bíða og sjá og reyna að koma sér fyrir. En þetta er algjört æði :) Sit hérna fyrir framan nýju tölvuna mína og flotta tæknilega borðið mitt og hægindastíl dauðans! Mmmmm, og hér ríkir þögn, ekkert kliður og engir viðskiptavinir að bögga mig :) Og ég ræð mér sjálfur, eða svona næstum, hihi! Svo má ekki gleyma mínu eigin símanúmeri líka :) Svo hér ríkir algjör hamingja og reyndar þreyta. Svaf ekki dúr í nótt, að hluta til vegna spennu fyrir nýja starfinu en aðallega vegna vöðvabólgu í hnakkanum. Svo ég er ekki alveg í sambandi, og er að gera mest lítið þ.e. að blogga. Enda ætla ég alveg að leyfa mér það, þar sem ég er ekki að vinna í útibúi í banka lengur!!! En víst verð ég að viðurkenna að þetta eru viðbrögð og margt sem ég á ólært. Enda ekki alltaf sem gjaldkerablók flytji sig um setur á þennan hátt svona snöggt, enda gef ég sjálfum mér allt kredit fyrir það, takk fyrir það, án hroka :)

En helgin var góð. Jólaundirbúningur á fullu, við karlar drifum okkur í bæinn og komum fullt af hlutum í verk, það var rosa kósí að browsa í búðir með elskunni sinni :)
Svo í gær var kýlt á laufabrauðið og haldið litlu jól heima í í Lóuás.
Jæja, ætla að fara að hætta þessu blaðri. Kannski að ég hendi inn nokkrum línum í kvöld.

Ciao bella!

|