laugardagur, desember 4

Kæra dagbók....

Jamm og jæja! Helgin komin og jólamánuðurinn kominn á gott ról. Þó svo að maður sé nú kannski ekki alveg kominn í 100% (nylon) jule fíling þá finn ég þó fyrir tilhlökkun til jólanna. Það á sko að slaka á yfir hátíðirnar og hafa það virkilega náðugt. Mmmmmm.......

Í gær var sem sagt seinasti dagurinn minn í 323 Kringlunni. Þó svo að ég hlakka til að takast á við ný verkefni á nýjum vígvelli þá var það hálf bitter sweet að kveðja liðið í gær. Þeim verður sárt saknað, allavega á köflum :) En framtíðin ber eitthvað nýtt í skauti sér og þetta nýja ætla ég að kanna betur. Svo upp með höfuðið, haltu áfram, líttu tilbaka en no regrets!
Svo á mánudaginn mæti ég í nýja starfið mitt hjá markaðsdeild, haff og paff....þetta verður spennandi! Svo er aldrei að vita hvort plottið þykkni eitthvað meira þegar lengra líður á nýja árið :) En koma tíma koma ráð, og nú er þetta ár að renna á enda og tími til að bara njóta þanns litla tíma sem eftir er af því. Jólin, jólin allsstaðar....

Við karla sitjum hérna heima í hlýjunni að hlusta á fallega sálma. Ætlum út á eftir að skoða í búðir og reyna kannski að koma af stað jólainnkaupunum, eða bara slæpast og vera til. Sýna sig og sjá aðra........Og eyða peningum!!! Minns fékk svo mikið útborgað að það hálfa væri nóg, lalala!!! :) En hálfpartinn nenni ég ekki út, en ætla að reyna koma okkur samt af stað. Fór í söng í morgun og leyfði raddböndunum að þenjast smá. Ekkert sem vekur mann betur en erfiðar raddæfingar og fallegir tónar, þið ættuð að prófa það :) Svo finnst að maður er vakanaður eitthvað að ráði þá er best að gera eitthvað að gagni!

En hvað er málið með þessar jólagjafir??? Ég hef ekki glóru um hvað ég að gefa í jólagjöf, eða öllu heldur hvað mig langar sjálfur í..........Hef einhvern veginn ekki haft tími til að pæla í þessu, margt annað að gerast.......Jæja, aftur, koma tímar koma ráð :)
Jæja, kannski að heit sturta bíður manns og svo jólaösið niður í bæ.

Hejdå!

P. S Nýtt hottie komið!!!


|