sunnudagur, desember 12

Ég nenni ekki að hreyfa mig

Þriðji í aðventu og veðrið alveg klikkað úti. Á svona tímum er maður bara þakklátur fyrir verslunarmiðstöðvarnar, þó svo að þær hafa nú ekki beint verið í uppáhaldi hjá mér.
Í gær skelli ég mér á þennan fína dinner með krökkunum, þessum yndislegu dúllum í 323 á Holtið. Þetta var svaka nice, enda ekki alltaf sem mar fer svon fínt út að borða. Maturinn var til fyrirmyndar og félagsskapurinn sérstaklega. Við kíktum svo aðeins í bæinn, bara svona rétt til að anda að okkur fersku lofti, en við vorum frekar róleg í skapinu þetta kvöldið. En þetta var virkilega nice :)

Ég vaknaði svo um hádegi í dag, ætlaði aldrei að koma mér fram úr og Nallinn minn bara farinn í vinnu. Svo ég sit hér og er að velt því fyrir mér hvað ég eigi að gera af mér......Þarf reyndar að fara að útrétta soldið......en veðrið er ömurlegt og það er varla að maður nenni að fara út. Reyni kannski að plata gömlu hjónin með mér líka :)
*geisp* Jæja, ætla að fara að flikka aðeins upp á mig, enda veitir ekki af - Herfa, herfa, láttu þig hverfa!!!
Fattaði allt í einu að ég gleymdi að skipa um hottí fyrir helgi, svo það verður gert núna :)
Spurning að næst ár verða þetta hottí mánaðarins.......
Ciao!

|