þriðjudagur, júní 8

Hugsanir.......

Já.......Það er ótrúlegt hvernig hlutir þróast. Og margt sem við töldum að væri sjálfsagt er það svo ekki. We have our ups, we have our downs, og fyrir suma er það meira bara svona downs.
Stundum er erfitt að setja saman púslið ef maður finnur ekki réttu bitana. Og stundum verður það of erfitt að leita að þeim réttu. En mín trú er sú að maður reynir svo lengi sem manni langar. Og þegar manni langar ekki lengur þá er tími fyrir til að draga sig í hlé. Everything is alowed in love and war, well it sucks anyway!!!

Er ekki bara málið að in the end þá þarf maður að fylgja hjartanu og vera samkvæmur sjálfum sér. Hætta blekkja sjálfan sig og þó sérstaklega aðra. Lygar gera engum gott........Stundum festumst við í hlutverkum sem okkur er ekki endilega ætlað. Á endanum er það einstaklingssálin sem þarf að bjarga. Í eðli okkar er maðurinn þannig gerður að hann þráir festu og öryggi. Hið óþekkta hræðir hann. Kannski einmitt þess vegna eigum við það til að festa okkur niður í hluti sem ekki endilega eru að gera sig......hið þekkta er betra en hið óþekkta, ekki satt?

En til þess að horfa á björtu hliðarnar þá veit maður að lífið er óútreiknanlegt. Ég held að það sé ekki erfiðu tímarnir sem móta hver við erum, heldur hvernig við tökum á þeim og hvað við gerum úr hinum góðu. Málið er að bara halda áfram og fylgja sinni eigin sannfæringum, það getur enginn sagt manni hvað er manni sjálfum fyrir bestu nema þú sjálfur. Koma tímar, koma ráð!

Elsku vinir. Mér þykir ákaflega leitt að heyra það sem er í vændum. Og þó ég óska annarra útkomu þá veit ég ákvörðun sem tekin er þjónar hag ykkar beggja. Ég gef ykkur (báðum) stuðning minn allan í einu og öllu sem þið takið ykkur fyrir hendur. Fram undan eru flóknir tímar. Leitið til okkar vina ykkar, við erum eins og 10-11, opin allan sólarhringinn.
Be brave, be strong, be fabilous!!!
Love ya both

|