þriðjudagur, júní 29

Cheers mate!!!

"God save our gracious queen, long live our noble queen, god save our queen!"

Mar er náttlega bara orðinn nánast breskur sko. Kominn heim og er kannski ekki alveg kominn í rétta fílinginn sko. Er ennþá á breskum tíma þó að það sé vika síðan við komum heim. Ferðin var sem sagt æði, minnst sagt sko. Við erum sko pottþétt á leið til London aftur mjög fljótlega.
En núna tekur við vinnutörn til að greiða upp alltsaman, enda veitir ekki af sko. Hmmmmmmmmm.......sumir misstu sig aðeins í eyðslu, en ekkert til að skæla yfir svosem, hehe!

En framundan eru tímar breytinga og ljósra tíma.......
Ætla samt ekki að fara að tjá mig alveg um það hérna á veraldarvefnum alveg strax, stundum er betra á láta sumt kyrrt liggja, allavega í bili :)

En hvelfing dauðans er eins og áður......Mánaðarmótin hanga yfir hausnum á okkur starfsfólkinu, sem sagt ekki skemmtilegar tímar framundan í þeim bransa, en hvað getur maður gert. It brings food on your table right????
Ég fór allt í einu í einhverjar geðveikar framtíðar hugleiðingar um daginn.......Hmmmmmmmm, er ekki alveg viss um hvort ég eigi að viðra það eitthvað nánar heldur, en OK. Allt í einu kom ég að sjálfum mér að spekulera og efast um hvað ég ætti að taki mér fyrir hendur í framtíðinni........ Nám, starf, nám, starf.......já hvað er það sem mig langar að gera???
É´g komst þó að því að hugsjónin er sú að mig langar að brasa við eitthvað sem gefur aðeins í aðra hönd, þ.e. peninga. Enginn að tala um vera rosa ríkur, en allavega að geta keypt sér sveppi í matinn (þar semn sveppir eru svo rosalega dýrir).
Svo stóra spurningin er........listir og menning, eða eitthvað meira tæknilegt??? Starf sem gefur góðar tekjur, en aðeins ef maður er á réttum tíma á réttum stað, eða starf sem er meira öruggt, regluleg innkoma, góðar tekjur, virðingarfyllt starf, byggt á þekkingu og hæfileikum.......hmmmmmmm.

Bæði námin hef ég hafið að einhverju leiti, bæði námin var ég góður í, bæði námin hef ég áhuga á, eða svo virðist. Fyndið hvað allt getur gjörbreyst allt í einu. Maður telur sig vera öruggur á einu en svo snýst allt, hehe! Nú þarf ég bara að fara á tékk á möguleikun og koma mér af stað. Nú ef allt klikkar þá get ég alltaf leikið í klámmynd allavega.....Now there´s a thing I´m good at, muhahahahaha!!!

Blyme me!!! Look at the time.
Cheers mates!

|