laugardagur, febrúar 14

Les voici, voici la quadrille, la quadrille..........

Kominn heim af 3 tíma kóræfingu, pheeeew! Svaka stuð sko, en röddin er kannski ekki beint vöknuð snemma á laugardagsmorgni fyrir háa tóna. Talandi um að maður er búinn að vera syngja í falsettu í allan dag :/
En OK, þetta var fjör og kom manni almennilega í moodið fyrir helgina, raddböndin vöknuðu og hausinn með. Hmmmmmmm.....kíkti svo aðeins í Smáralind, bara rétt til að athuga hvort það væri ekki eitthva spennó komið nýtt í búðirnar. Fann mér reyndar skó sem mig langar til að kaupa mér.............með skósýki.........
Ætli maður taki því ekki bara rólega um helgina, karlinn er veikur og ég er latur eins og hestur......eða á maður kannski að segja belja......mmmmmmmmmm. Djúsí belja!!! mauahahahaha!
Anyways, önnur æfing á morgun, so one has to take it easy. Ætli það sé eitthvað skemmtilegt í imbanum í kvöld.
Kannski eins og í gærkveldi, vá talandi um sjónvarpsmaraþon dauðans!!! Já, maður getur sko dáið hamingjusamur eftir kvöld eins og þetta.........................I suck!!! Verð að fara eignast eitthvað raunverulegt líf sko. *dæs*
En hvað, haldiði ekki að ég þurfi að troða upp með skemmtiatriði á árshátið KB!!! Ég meina það sko. Hef ekki glóru hvað ég á að gera. Syngja, dansa eða kannski bara segja brandara.......hmmmmmmm, þetta þarf að pæla sko. Týpiskt ég að koma mér í eitthað svona sem gerir mig að algjöru fífli :) hehe Thelma vinkona sagði mér reyndar að hætta að væla, þar sem ég hef gaman af athyglini........Do I??????
Kannski maður taki þetta í rassgatið og geri þetta með trompi og syng kannski eitt eða tvö lög..........CRAP!
Jájá, sjáum til!

Jæja, best að fara að halda áfram að gera ekki neitt. Mér líst vel á þá hugmynd :)
Ég væri nú samt alveg til í að hitta sætu hommana okkar í kvöld.......sjáum til hvernig minn maður verður í kvöld.
Þangað til næst.

|