laugardagur, febrúar 28

"Og sofnaði bara í klofið á sér........."

Jújú, það er ekki að spyrja að því að sjaldan fari maður og lyfti sér upp.
Ég og minn maður fórum náttlega út á lífið og fengum okkur að snæða í boði KB-banka. Kringlan fór og fékk sér smá í gogginn og örlítið í vinstri löppina líka í gær. Þetta var voða nice sko. Maturinn góður (allavega í töku 2) og selskapurinn fínn. Ég held bara að mushinn minn hafi náð að blanda geði við þetta blessaðins bankafólk. Enda var þetta góð upphitun fyrir árshátið of the year!!!
Svo var bara haldið heim eftir nokkur rauðvínsglös og líkjöra og undirritaður farinn að hrjóta upp í rúmi nánast um leið og hann álpaðist inn um hurðina :) Je minn einasti, ætli það sé líferni á einum bæ..........

Svo átti ég að vera á kóræfingu núna, en ákvað að skrópa. Pabbi og mamma eru að fara til Flórída á eftir og við þurfum að skutla þeim út á völl (Saga class og alles). Ætli ÞAÐ sé líferni á einum bæ..........
Hmmmmm..............svo ég ætla að vera latur í dag (ekkert frekar en aðra daga), Thelma hringir á eftir og djónar okkur körlum við (thelma og ég) ætlum að detta í það, virkilega almennilega, éta djunkfood, nammi of reykja eins og svín. And we´re gonna look like hell afterwards :)
That´s life sko!

Þangað til í þynkunni á morgun!
Ciao bella!

|