föstudagur, janúar 23

Þvílík sæla!

Þið trúið ekki hvað ég gerði í gær!!!
Haldiði ekki að karl hafi bara ekki skellt sér á fimleika æfingu. Og engin smá æfing líka.
Þetta var náttlega bara 1 1/2 klst af þreki.
200 magaæfingar, 120 bakæfingar, 10 handstöðuarmbeygjur, alveg 30sek í stöðulyftu á rá, 1 min í dýnuhlaupi og fullt af teygjum.
Algjört æði sko. Svo er málið að fara aftur á mánudaginn og á morgun er það ganga og sund með Thelmu.
Sko ég ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar um eitthvað átak, en ég ætla að reyna að fara að hreyfa mig eitthvað. Ef þetta gengur vel, þá kannski að maður splæsir á sig einu heilsuræktarkort í vor. En verð að viðurkenna að eina ástæðan fyrir öllu þessu dæmi er jú ferðin til Barce. Hégóminn alveg að springa sko!!!
En mat borða ég ennþá og það óhollan líka, best að byrja hægt og rólega ana ekki út í vitleysu :)
Spurning hvernig restini af hommunum gengur með workoutið?????????? Ég er þó allavega að reyna að byrja............Markmiðið er allaveg að vera kominn með sixpack og ágætis brjóstvöðva og kviðvöðvarnir orðnir sýnilegir aftur. Upphandleggirnir mættu svosem alveg stækka aðeins en látum það mæta rest.
Oh, gaman saman!!!!! Get ekki beðið eftir að halda þessu áfram.

Og svo er bara komin helgi. Þvílík gleði sko. Mmmmmmmm, I love weekends!!!
Hvað á maður svo að gera skemmtilegt? Hmmmmmmmmm........þetta þarf að pæla.



Var að pæla í að reyna verða eitthvað svipað eins og þessi sæti drengur.

|