fimmtudagur, desember 7

Frost á fróni í morgunsárið

Klukkan er nýlega gengin í 10 og ég er að ylja mér við hafragrautinn svona í morgunsárið. Úti er frost og skítkalt. Sit og er að velta fyrir mér hvað ég eigi að gera af mér í dag........pæling að hendast í ræktina.......eða jafnvel bara slaka á og njóta aðventunar.
Mánuðurinn verður fljótur að líða og jólin koma og fara.....já ætli það sé ekki best að ná sem mestu úr hátíðunum áður en nýtt ár gengur í garð og nýjir tímar taka við. Hvað ætli framtíðin beri i skauti sér???

Undanfarin mánuður er búinn að vera frekar busy. Er nánast búinn að fljúga heiminn á enda, meira að seja til Afríku! Já, síðan ber nafn með rentu, enda eru þetta algjört frelsi og fríðindi sem maður býr við að fá að sjá framandi staði og kynnast nýju fólki :)
Verst hvað ég nýt þess mikið, þar sem ég hef varla tíma við að gera annað en að vera fluffa, hehe!

En ég er búinn að vera duglegur við jólainnkaup. Er búinn að takast að kaupa allar jólagjafir í USA og þarf því nú bara að pakka inn og skrifa jólakort. Smá bakstur er svo í vændum og skreyta, þá eru jólin tilbúin. Þar sem Dúskur kemur ekki heim fyrr en á aðfangadag úr flugi, er gott að vera búinn af öllu hinu helsta......

|