mánudagur, desember 11

Gleðileg litlu jól!

Fattaði ekki alveg að það er til fólk sem actually les síðuna mína. Þar sem ég er búinn að vera svo rosalega latur við að setja inn færslu hérna hélt ég í einfeldi minni að fólk væri búið að gefast upp á þessum skrifum mínum.
En í óvarkárni skildi ég eftir seinustu færslu í lausu lofti og fólk erlendis vissi ekki alveg hvaðan á þeim stóð veðrið.
En mikil veikindi áttu sér stað fyrir norðan og þurfti fjölskyldan að bregða sér þangað ef fólkinu yrði ekki hugað líf. Líðan er betri í dag og maður tekur bara einn dag í einu.

Hér fyrir sunnan hefur jólaveðrið ekki látið á sér bera og Dúskurinn að reyna að undirbúa jólin smátt. Laufabrauðsgerð í kvöld og smáköku bakstur á morgun. Kannski að maður ætti að reyna að pakka inn gjöfum líka..........
En jólalögin óma og verður það að viðurkennast að þó svo að maður sé ekki alveg kominn í jólaskap þá allavega er ekkert eins fallegt eins og að hlusta á hugljúf jólalög. Maður hitnar allur að innan og fyllist jákvæðni, enda veitir ekki af svona í skammdeginu :)
Jæja best að fara að huga að "litlu jólasteikinni", húsið ilmar af jólum.........

Gleðilega litlu jól!

|