sunnudagur, desember 17

Jóla, jóla!

Það nálgast óðfluga i jólin og ég nokkurn veginn hálfnaðu með allan undirbúning. Búið er að baka 3 smáköku sortir, steikja kleinur og soðið brauð, laufabrauðið var einig skorið út. Svo er er búið að skrifa öll jólakort og setja í póst. Sem betur fer var ég búinn að kaupa allar gjafir í enda nóvember, vantar bara að pakka þeim inn. En eitthvað ætlar jólaskapið að láta að bíða eftir sér og ég er engann veginn að nenna að skreyta hérna heima hjá okkur.
Á morgun er Boston för og komið heim á þriðjudag. Fæ heila tvo daga heima áður en ég er sendur til Egilsstaða!!!!
Já pælum þetta aðeins. Af öllum stöðum heimsins ákvað flugfélagið að senda mig til Egilsstaða. OK, til þess má geta að ég flýg til Póllands fram og tilbaka að flytja þessa blessaðins virkjana starfsmenn til síns heima fyrir jól. En í det hela þarf ég að dúsa á Egilsstöðum í tvær nætur. Áætlað er að koma heim um hádegi á aðfangadag. Eins gott að það verður flogið aftur til höfuðborgarinnar þennan dag!!!
Ætli það sé stuð á hótel Héraði???

Maðurinn minn spyr mig hvað mig langar í jólagjöf. Mér tókst að fá hann inn á það að sleppa öllum dýrum gjöfum í ár og kaupa okkur eitthvað sem okkur vantar og langar í. Einn lítill pakki undir jólatréð handa hvor öðrum má svosem redda, einhverju ódýru, bara rétt svona til að geta opnað eitthvað. Þar sem íbúðarkaup eru framundan er best að halda áfram sparnaðinum.......Annars langar mig ekki í neitt sérstakt í jólagjöf.......

|