mánudagur, september 18

Pælingar

Sit og horfi á sjónvarpið eins og mér er einum lagið.......Rokkstjarna Íslands hann Magni er í viðtali í einum af spjallþáttum imbans. Hann er nýkominn heim eftir langa dvöl í Vesturlöndum, myndatökuvélarnar í andlitinu á honum alla daga og smá smakk af frægðinni.
Merkilegt hvað svona venjulegur jón á borð við Magna allt í einu öðlast mikla frægð, status í þjóðfélaginu sem ekki var til staðar áður.......Já magnað eins og þeir segja.......og maður spyr sig hvort maður sé ekki bara fílf að freista ekki gæfunnar og taka smá sénsa. Þó ekki nema til að upplifa ævintýri og eiga minningar til að ylja sér við í ellinni.......Já......getur ekki annað en tekið ofan fyrir öllu því fólki sem þorir.......gerendur eins og við segjum, ekki áhorfendur.......
En því kasta ég fram spurningunni:

Hví þorum við ekki að taka sénsinn og höldum okkur alltaf öruggu megin?
Erum við að missa af einhverju með því að ekki stökkva, eða kannski tryggja okkur velfarnaðar í lífinu?

Einhver sagði við mig að við fáum ekki ráðið um það sem fyrirfram er ákveðið, en hvað ef allt liggur í okkar höndum? Kannski eru gjörðir okkar það eina sem breytir eða kannski bara hugsanir okkar. Hugurinn ber okkur hálfa leið.......

|