fimmtudagur, september 14

Hvaða dagur er í dag?

Já í dag er einhver vikudagur.....hmmmmm...er ekki alveg viss samt hvaða....
Skólinn er byrjður á fullu og Dúskurinn er soldið að reyna að ballansera vinnuna með náminu og fer á milli landa inn á milli sem hann þeytist í stjórnunar, stærðfræði eða þjóðhagsfræði tíma! Hmmm, já oft klikkar heilinn á því hvort hann á tala ensku, dönsku, þýsku eða íslensku. Hvort hann sé í 30 þús fetum eða actually við sjávarmál og sérstaklega hvað klukkan er og hvenær hann á hvílast.
Sem dæmi má taka daginn í dag:

Klukkan 4:00 am hringdi klukkan og hálftíma seinna var ég kominn á fætur til að taka mig til fyrir flug. Rakstur, burstað tennur, slétt hárið, ekki mátti gleyma öllum andlitskremunum! Svo var farið í uniformið, greitt sér, sett á sig lykt, pússað skóna, sett ofan í cabintöskuna, skólatöskuna og fundið föt fyrir skólann seinna um daginn.....

Klukkan 5:40 am var henst út í bíl með allt hafurtask og brunað út á Loftleiði fyrir pickup kl. 6:00 am. Á réttum tíma kemur rútan og mín bíður 40 min akstur ti Keflavíkur. Guð sé lof fyrir góða vini til að halda manni vakandi á meðan rútuferðinni stendur.

Klukkan 7:oo am, komin til Keflavíkur og 40 min í brottför. Ferðinni er heitið til Glasgow. Flugtími 1:50 klst, stutt flug með 140 farþegum. Vélin fer í loftið, morgunmaturinn hitaður, borinn fram, kaffi og te, tiltekt og svo auðvitað tollfrjálsa salan!

Klukkan 10:00 am, lent í Glasgow, farþegum hent út úr vélinni og 20 min í brottför aftur heim. Hreingerningarliðið kemur um borð, þrífur! Gerð er öryggisleit á vélinni, heyrnartól hent í sætin, koddar og teppi tekin til. Spreijað yfir hárið, glossið sett á varirnar, ilmvatnið á hálsinn og brosið sett upp! Inn koma farþegar, blöðum og bæklingum deilt út, vélin í loftið!
Helt upp á kaffi og te, snarl er borið fram, tiltekt og ekki má gleyma tollfrjálsu sölunni!!! Muna brosið! 1:30 klst síðar eða rétt um 11:45 am lendir vélin í Keflavík. Farþegar út, fluffustrunsið sett í gang, fríhöfnin - bjór og rauðvín og sígó! Rútan aftur í bæinn........

Klukkan 13:20 pm staðnæmist rútan fyrir utan Lofleiði. Inn er farið að skipta um föt. Uniformið af og skólafötin á. Henst út í bíl og brunað í Háskólabíó.

Klukkan 13:45 pm, fyrirlestur í reikningshaldi. Eftir er 1:15 klst.

Klukkan 15:00 pm, fyrirlestur í stjórnun, tvöfaldur tími upp á 80 min! Í miðjum tíma fékk heilinn overload, brosið var farið og einbeitingin gleymd. Hárið var farið að leka, andlitið með því og líkaminn allur bólginn og uppsvelgdur eftir loftþrýsting háloftana. Ekki fögur sjón!
Eftir mikla sannfæringu af minni hálfu við sjálfan mig, ákvað ég að yfirgefa fyrirlesturinn. Kaffi og sígó var það eina sem komst að í huga mínum. Úff!!!!

Klukkan er núna 22:30 pm. Total crash.............!

Og hvaða dagur er aftur í dag???

|