þriðjudagur, september 26

Tími og rúm

Ferðinni er heitið til New York á morgun. Eygló vinkona ætlar að slást með í för og við ætlum að mála bæinn rauðan! Ætli maður hendist ekki smá í búðir líka, svona finnst að maður verði eitthvað lengur í háloftunum.
Svo uppgötvaði ég það að veturinn er nánast hálfnaður, skólanum lýkur í endann nóvember og október handan við hormið. Mikið rosalega líður tíminn hratt.
Jómbi vinur fluttir til Danaveldis og Fjalar okkar að koma heim um helgina.
Já.....merkilegt hvað tímarnir breytast og fólkið með......og eftir situr maður gáttaður á hvað maður samt tekst þokkalega að fylgjast með.........
Samt er eins og maður sé svo rosalega busy við að halda í við tímann, því um leið tími gefst til að líta í kringum sig furðar maður sig á því hvað allt er breytt og allt sem maður ætlaði að gera á bak og bí! Fataskápurinn er enn ósorteraður, efnið inn í skáp er enn ekki orðið af kápu, myndirnar ekki komnar upp á vegg og heilsusamlega lífernið gleymt og grafið. Já tíminn líður ósköp hratt..........

Er tíminn samt ekki afstæður? Er það ekki það sama og á við um aldur???
Getur verið að tíminn líði ekki hraðar en það sem við viljum að hann líði?


Fólk sem endalaust hefur mikið að gera óskar þess oft að sólarhringurinn væri nokkrum klukkustundum lengri. Það virðist ekki getað troðið öllum þeim hlutum sem þeir þurfa að gera inn í 24 klst. Aðrir sem ekkert hafa að gera og hanga mest allan daginn, eða sitja í leiðinlegu starfi telja niður mínúturnar þangað til það kvöldar. Einn sólarhringur líður eins og heil eilífð og það finnur sér aldrei neitt til að gera.
En svo er það svo merkilegt að það sama fólk getur túlkað tímann á mismunandi hátt.
Það sem mér finnst mikið að gera hjá mér getur verið smávægilegt hjá öðrum. Ég hef oft tekið eftir öfund í garð annarra varðandi stundaskrá þeirra yfir daginn. Þeir sem hafa mikið að gera......eða öllu heldur þykjast hafa mikið að gera eru oft taldir duglegir og mikið framafólk. Aðrir sem hugsa meira um heilsuna, bæði andlega og líkamlega og fara ekki eins geist áfram falla oft í skuggann af hinum og teljast síður duglegir....

Hvar liggur þá línan á milli að vera duglegur eða ofvirkur og rólegur eða latur???
Getur verið að þetta sé allt í huga þess sem hugsar þetta og skilningur okkar á tíma og nýtingu sé ekki sá sami hjá öllum?


Já......hvað sem því líður, þá er tíminn það sem við gerum úr honum. Langur, stuttur, þetta er allt í huga hvers og eins......

|