fimmtudagur, apríl 13

Hún skrifaði morð.....

Já tíminn líður og það á ljóshraða. Það eru komnir páskar (eða gott sem) og það styttist óðflugum í að ég fari að hendast upp í háloftin! Ekki er nú seinna en vænna........En í millitíðinni er margt á döfinni. Má nefna að við karlar erum á leið í flutning aftur heim til mömmu og pabba. Tekin var sú ákvörðun að hætta að eyða peningum heimilisins í leigu sem engan veginn gaf í aðra hönd og fara að spara fyrir íbúð. Já......stundum þarf skynsemin að ráða ríkjum! Svo páskarnir fara mikið í pakkelsi og þess háttar. Svo gerði Dúskurinn þessa kjara kaup í gærdag og pantaði eitt stykki flugfar til Lundúna með betri helmingnum :) Tökum langa helgi á þetta í lok maí, svona rétt til að stytta hversdagsleikann. Til þess má geta að okkur er boðið á tónleika Westlife á Wembley af Hetjunum, en við homsurnar erum orðnir nokkuð góðir áðdáendur stelpnana. Svo var líka tilvalið að þetta gerðist á þessum tíma þar sem okkar ástkæru vinir eru nýfluttir í stórborgina miklu og bíða spenntir eftir að fá okkur til sín í menninguna! Þetta verður sem sagt frábær helgi í mikilli gleði og glamúr og endurhlöðun á batteríunum fyrir sumarið og turbulance háloftana :)

En nú bíður mín hlýtt rúm og DVD þangað til ég man ekki hvað ég heiti. Jessica Fletcher er tilbúinn í áhorf, enda gerir hún ekki annað en að skrifa morð!

|